fbpx
Þriðjudagur 13.maí 2025
Pressan

Eltihrellir dæmdur fyrir morð

Pressan
Þriðjudaginn 28. mars 2023 21:00

Rosalio Gutierrez Jr

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þann 19. maí 2020 var tilkynnt um hvarf Rosalio Gutierrez Jr og hefur hann ekki fundist. En þrátt fyrir það var Zachariah Anderson fundinn sekur um morðið á honum þegar kviðdómur kvað upp dóm í málinu í síðustu viku.

Anderson, sem er frá Wisconsin í Bandaríkjunum, var fundinn sekur um að hafa ellt og hrellt Gutierrez Jr sem var unnusti fyrrum unnustu Anderson.

Kviðdómur í Kenosha County sakfelldi Anderson fyrir morð af yfirlögðu ráði, fyrir að fela lík og fyrir ofsóknir gegn Sadie Beacham, fyrrum unnustu hans, og Gutierrez Jr.

Verjendur Anderson héldu því fram að málatilbúnaður ákæruvaldsins væri ekki reistur á neinum haldbærum gögnum því lík Gutierrez Jr. hefði ekki fundist.

Zachariah Anderson

 

 

 

 

 

 

Þessu var saksóknari ósammála og sagði að Anderson hafi verið öfundsjúkur fyrrum unnusti sem hafi ekki sætt sig við að Beacham sleit sambandinu við hann. Hann lagði fram sannanir, meðal annars DNA, um að Anderson hefði elt Gutierrez Jr. og farið heim til hans áður en hann hvarf. Hann laug síðan að lögreglunni í yfirheyrslu. Hann kom staðsetningarbúnaði fyrir í bíl Gutierrez Jr sem og upptökutæki.

Dómari kveður upp refsingu Anderson 16. maí næstkomandi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Nú er það svart – Giftu sig í kirkjugarði í þema Addams fjölskyldunnar

Nú er það svart – Giftu sig í kirkjugarði í þema Addams fjölskyldunnar
Pressan
Í gær

Vísindamenn segja þetta vera eina dýrið sem gæti lifað heimsendi af

Vísindamenn segja þetta vera eina dýrið sem gæti lifað heimsendi af
Pressan
Fyrir 2 dögum

Læknir deilir góðum ráðum til að léttast án þess að þjást

Læknir deilir góðum ráðum til að léttast án þess að þjást
Pressan
Fyrir 2 dögum

Þetta er besta sætið í flugvélum og samt vill enginn sitja þar

Þetta er besta sætið í flugvélum og samt vill enginn sitja þar
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fyrir 50 árum var ungri móður nauðgað og hún myrt þegar hún var á ferð með dóttur sinni – Núna liggur fyrir hver morðinginn er

Fyrir 50 árum var ungri móður nauðgað og hún myrt þegar hún var á ferð með dóttur sinni – Núna liggur fyrir hver morðinginn er
Pressan
Fyrir 3 dögum

Sakfelldir fyrir að fella eitt frægasta tré Bretlands í skjóli nætur – Þurfa að dvelja í varðhaldi út af reiði almennings

Sakfelldir fyrir að fella eitt frægasta tré Bretlands í skjóli nætur – Þurfa að dvelja í varðhaldi út af reiði almennings