fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
Pressan

Koffín getur hugsanlega dregið úr líkamsfitu og hættu á sykursýki 2

Pressan
Laugardaginn 25. mars 2023 15:00

Getur heitt kaffi hjálpað til við að kæla þig?

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samkvæmt niðurstöðum nýrrar rannsóknar þá getur mikið magn koffíns í blóðinu dregið úr magni líkamsfitu og dregið úr líkunum á að fá sykursýki 2. Þessi niðurstaða gæti orðið til þess að hitaeiningasnauðir koffíndrykkir verði notaðir í baráttunni gegn offitu og sykursýki 2. En það er þörf á frekari rannsóknum.

Þetta kemur fram í BMJ vísindaritinu. The Guardian hefur eftir Dr Katarina Kos, sérfræðingi í sykursýki og offitu við University of Exeter, að rannsóknin sýni hugsanlegan heilsufarsávinning fólks, með mikið koffínmagn í blóðinu. Hún tók fram að rannsóknin hafi ekki beinst að áhrifum meiri kaffidrykkju og ráðleggi fólki ekki að drekka meira kaffi.

Hún benti á að koffíndrykkir, sem innihalda sykur og fitu, geri jákvæðu áhrifin að engu.

Rannsóknin byggðist á fyrri rannsókn þar sem komist var að þeirri niðurstöðu að það að drekka þrjá til fimm kaffibolla á dag, sem innihéldu að meðaltali 70 til 150 milligrömm af koffíni, drægi úr líkunum á sykursýki 2 og hjarta- og æðasjúkdómum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 4 dögum

Nokkur ráð til að losna undan símafíkninni

Nokkur ráð til að losna undan símafíkninni
Pressan
Fyrir 4 dögum

Unglingur dæmdur í ævilangt fangelsi – Stakk ellilífeyrisþega í hjartað

Unglingur dæmdur í ævilangt fangelsi – Stakk ellilífeyrisþega í hjartað