fbpx
Miðvikudagur 01.maí 2024
Pressan

Athyglisverð þróun í listasögunni – Typpi á málverkum hafa lengst með tímanum

Pressan
Laugardaginn 25. mars 2023 16:30

Þetta málverk eftir Michelangelo er dæmi um mann með stutt typpi. Mynd:Sailko/Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Margir naktir karlmenn á gömlum málverkum og höggmyndum eiga það sameiginlegt að typpi þeirra eru ansi stutt.

En hefur typpalengdin í listheiminum breyst eitthvað á síðustu öldum? Þessar spurningu svöruðu vísindamenn við Istanbul Technical háskólann í Tyrklandi í nýlegri rannsókn sem hefur verið birt í vísindaritinu BJU International.

 Í rannsókninni kemur fram að á síðustu 700 árum hafi typpin á málverkum lengst jafnt og þétt og að sérstaklega mikillar stækkunar hafi orðið vart eftir árþúsundaskiptin.

Forskning.no skýrir frá þessu og segir að vísindamennirnir hafi rannsakað 232 málverk af nöktum karlmönnum. Voru málverkin máluð á 700 ára tímabili. Þau elstu eru frá því 1400.

Sum af málverkunum voru síðan ekki tekin með í niðurstöðum rannsóknarinnar því ljóst var að fyrirsæturnar á þeim voru með standpínu þegar þeir sátu fyrir.

Á þeim myndum, sem eftir voru, mældu vísindamennirnir stærð eyrna, nefs og typpis og notuðu stærðarhlutföllin til að leggja mat á typpastærðina.

Vísindamennirnir segja í rannsókninni að málverkin sýni að typpin hafi lengst á síðustu sjö öldum og þá sérstaklega á þessari öld.

Þeir telja þó að ekki sé um það að ræða að typpi hafi lengst í hinu lifanda lífi, heldur sé frekar um að ræða að hugmyndir fólks um mannslíkamann, þar á meðal um typpastærð, hafi breyst.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Þessi 15 metra slanga gæti verið sú stærsta sem lifað hefur á jörðinni

Þessi 15 metra slanga gæti verið sú stærsta sem lifað hefur á jörðinni
Pressan
Fyrir 3 dögum

Katie lést í eldsvoða í stúdentaíbúðinni – Læknar gerðu óhugnanlega uppgötvun

Katie lést í eldsvoða í stúdentaíbúðinni – Læknar gerðu óhugnanlega uppgötvun
Pressan
Fyrir 4 dögum

Áhugaverð niðurstaða nýrrar rannsóknar á háhyrningum

Áhugaverð niðurstaða nýrrar rannsóknar á háhyrningum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Jákvæð niðurstaða nýrrar meðferðar við Parkinson

Jákvæð niðurstaða nýrrar meðferðar við Parkinson
Pressan
Fyrir 5 dögum

Dularfullur hlutur hrapað úr geimnum og lenti á húsi í Flórída

Dularfullur hlutur hrapað úr geimnum og lenti á húsi í Flórída
Pressan
Fyrir 6 dögum

Er þetta skrýtnasti raunveruleikaþáttur sögunnar? – Þurfti að vera nakinn og lokaður inni í meira en ár

Er þetta skrýtnasti raunveruleikaþáttur sögunnar? – Þurfti að vera nakinn og lokaður inni í meira en ár
Pressan
Fyrir 1 viku

Harmleikur í Svíþjóð – Tvö börn fundust látin

Harmleikur í Svíþjóð – Tvö börn fundust látin
Pressan
Fyrir 1 viku

Tæplega helmingur kínverskra stórborga er að sökkva

Tæplega helmingur kínverskra stórborga er að sökkva