fbpx
Fimmtudagur 21.ágúst 2025
Fréttir

„Það sem mestu máli skiptir er það sem er innan þessarar höfuðskeljar“

Ragna Gestsdóttir
Laugardaginn 18. mars 2023 17:05

Kári Stefánsson. Mynd: Valli

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kári Stefánsson taugalæknir og forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar er gestur helgarspjalls Rauða borðsins í dag. Í viðtalinu segir Kári frá sjálfum sér, uppvextinum og hvers vegna hann er svona skrítinn og hefur alltaf verið, um örlög og möguleikana að komast undan þeim, um sósíalisma, ójöfnuð og verkalýðsbaráttu Sólveigar Önnu.

„Ég lít á mig sem sósíalista vegna þess hvernig ég horfi á heiminn og hvað mér finnst réttlæti og hvað óréttlæti. Skólakerfið þarf að veita öllum börnum svipuð tækifæri og það þarf að gera með því að forgangsraða grunnskólum ofar háskólunum. Ég held við ættum að leggja gífurlega áherslu á að fjármagna grunnskólanna, við eigum að sjá til þess að heilbrigðiskerfið sé ókeypis. Það er alveg fáránlegt að menn leggist inn á spítala til að fara í aðgerð og það setji þá næstum því á hausinn, að fólk velti því fyrir sér hvort það hafi efni á að fara í apótek til að sækja lyfin sín, það er alveg út í hött,“ segir Kári, sem fer vítt og breitt í samtalinu.

Aðspurður segir Kári mikilvægt að fólk eigi greiðan aðgang að húsnæði. „Það verða allir að hafa einhvers konar hreysi til að búa í.“

Segir Kári að gæta verði þess að launamunur sé ekki gígantískur og verðmætasköpun hlaðist á fáar hendur. Segist Kári vera auðugur maður. Segir hann hætt við því að auðugir menn eigi ekki ferðafélaga meðal þeirra sem reiða sig á samfélagið.

„Það eru dapurleg örlög að vissu leyti. Annars skiptist auður þessa samfélags í tvo hópa, fólk sem hefur tilfinningar til þessa samfélags og vilja leggja sitt af mörkum til þess, og hina sem gera það ekki.“

Aðspurður um hvort Kári geti fundið genið sem veldur því að sumum finnist þeir aldrei fá nóg, segist hann ekki þekkja gögnin sem vísað er til. „Það sem mestu máli skiptir er það sem er innan þessarar höfuðskeljar, það kaupir enginn maður sér hamingju, það kaupir enginn maður sér vellíðan ekki nema skammvinna vellíðan með kókaín og öðrum göfugum lyfjum, en þú færð ekki vellíðan af neinu slíku. “

Hlusta má á viðtalið í heild sinni hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Ragnar Þór lætur Guðrúnu heyra það – „Til marks um rökþrota og kjánalegt viðhorf“

Ragnar Þór lætur Guðrúnu heyra það – „Til marks um rökþrota og kjánalegt viðhorf“
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Fá ekki að skoða tæki manns sem grunaður er um kynferðisbrot gegn dóttur sinni – Segir viðkvæm gögn um stjórnmálaflokk leynast þar

Fá ekki að skoða tæki manns sem grunaður er um kynferðisbrot gegn dóttur sinni – Segir viðkvæm gögn um stjórnmálaflokk leynast þar
Fréttir
Í gær

Stýrivextir haldast óbreyttir – Allir nefndarmenn studdu ákvörðunina

Stýrivextir haldast óbreyttir – Allir nefndarmenn studdu ákvörðunina
Fréttir
Í gær

Daði Már: „Þetta er hlut­ur sem ég tek mjög al­var­lega“

Daði Már: „Þetta er hlut­ur sem ég tek mjög al­var­lega“
Fréttir
Í gær

Jón Þór fluttur í opið fangelsi – Reyndi að myrða barnsmóður sína á Vopnafirði í fyrra

Jón Þór fluttur í opið fangelsi – Reyndi að myrða barnsmóður sína á Vopnafirði í fyrra
Fréttir
Í gær

Fréttir af háum launum framkvæmdastjóra Slysavarnafélagsins Landsbjargar villandi

Fréttir af háum launum framkvæmdastjóra Slysavarnafélagsins Landsbjargar villandi