fbpx
Þriðjudagur 13.maí 2025
Pressan

Sæði var stolið frá Bengt – „Þetta er mjög særandi. Já, þetta er mjög særandi“

Pressan
Þriðjudaginn 14. mars 2023 05:24

Sæðisfrumur. Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég var rændur. Þetta er mjög særandi. Já, þetta er mjög særandi.“ Þetta sagði maður að nafni Bengt um þá staðreynd að sæði úr honum, sem var sent til rannsóknar, var tekið og gefið konum sem voru að reyna að verða barnshafandi.

Þetta kemur fram í sænska fréttaþættinum Uppdrag gränskning sem er framleiddur af Sænska ríkissjónvarpinu SVT.

„Hvað er að gerast í lífi mínu? Ég er faðir barns sem fæddist átta mánuðum á undan dóttur minni

Bengt skilaði inn sæði til frjósemisrannsóknar á níunda áratugnum því hann og eiginkona hans áttu í erfiðleikum með að eignast barn. 31 ári síðar komst hann að því að sæðið hafði verið gefið áfram til konu sem vildi verða barnshafandi.

Það var eins og sprengju hefði verið varpað inn í líf hans þegar hann frétti þetta.

Skyndilega átti hann dóttur sem heitir Rebecka Kristoffersson. Hún varð til með sæði sem var ekki látið té af fúsum og frjálsum vilja.

„Sæðið mitt var sem sagt notað áður en ég fékk tækifæri til að verða faðir.“

„Ég veit að hvorki konan né barnið eiga nokkra sök á þessu. En þetta veldur áhyggjum. Eiga þau foreldra, fengu þau gott uppeldi?“ sagði hann.

Málið má rekja til Halmstad sjúkrahússins í Svíþjóð á árunum 19985 til 1996.

Eftir því sem kemur fram í þættinum þá liggur slóðin til læknis sem starfaði við sjúkrahúsið en hann er nú látinn.

Bengt er ekki eini maðurinn sem er í þessari stöðu.

Með því að nota DNA-rannsóknir og ættrakningar fundu fréttamenn fleiri menn sem eru í sömu stöðu og Bengt.

Í þættinum er meðal annars sagt frá þremur systkinum sem eiga ekki sama föður en feður allra vissu ekki að sæði þeirra hefði verið notað. Sjúkrahúsið segir að um 35 börn hafi fæðst á árunum 1986 til 1996 með aðstoð tæknifrjóvgunar. Læknirinn sagði sjálfur í blaðagrein að hann hafi unnið við frjóvganir sem hafi skilað um 15 börnum. Hann tengist því væntanlega tilurð um 50 barna. Eins og staðan er núna er búið að sanna að fimm börn hafi fæðst eftir að sæði var notað í leyfisleysi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Nú er það svart – Giftu sig í kirkjugarði í þema Addams fjölskyldunnar

Nú er það svart – Giftu sig í kirkjugarði í þema Addams fjölskyldunnar
Pressan
Í gær

Vísindamenn segja þetta vera eina dýrið sem gæti lifað heimsendi af

Vísindamenn segja þetta vera eina dýrið sem gæti lifað heimsendi af
Pressan
Fyrir 2 dögum

Læknir deilir góðum ráðum til að léttast án þess að þjást

Læknir deilir góðum ráðum til að léttast án þess að þjást
Pressan
Fyrir 2 dögum

Þetta er besta sætið í flugvélum og samt vill enginn sitja þar

Þetta er besta sætið í flugvélum og samt vill enginn sitja þar
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fyrir 50 árum var ungri móður nauðgað og hún myrt þegar hún var á ferð með dóttur sinni – Núna liggur fyrir hver morðinginn er

Fyrir 50 árum var ungri móður nauðgað og hún myrt þegar hún var á ferð með dóttur sinni – Núna liggur fyrir hver morðinginn er
Pressan
Fyrir 3 dögum

Sakfelldir fyrir að fella eitt frægasta tré Bretlands í skjóli nætur – Þurfa að dvelja í varðhaldi út af reiði almennings

Sakfelldir fyrir að fella eitt frægasta tré Bretlands í skjóli nætur – Þurfa að dvelja í varðhaldi út af reiði almennings