fbpx
Þriðjudagur 26.ágúst 2025
433Sport

Verður ekki refsað fyrir að sýna Lineker stuðning

Helgi Fannar Sigurðsson
Mánudaginn 13. mars 2023 19:00

Gary Lineker. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þeir starfsmenn íþróttadeildar BBC sem stigu til hliðar um helgina til stuðnings við Gary Lineker verður ekki refsað fyrir að neita að sinna störfum sínum.

Lineker var settur til hliðar af BBC vegna ummæla sinna á Twitter um stefnu breskra yfirvalda í útlendingamálum en nú er búið að leysa málin og snýr hann aftur um næstu helgi. Hann er ekki þekktur fyrir að liggja á skoðunum sínum á eigin vettvangi.

Í kjölfarið stigu starfsmenn á íþróttadeild BBC einnig til hliðar til að sýna Lineker stuðning. Þar má nefna þá Ian Wright og Alan Shearer sem starfa með Lineker í geysivinsælu þáttunum Match of the Day.

Þeim starfsmönnum verður ekki refsað, en það er Daily Mail sem segir frá þessu.

Match of the Day mun snúa aftur um næstu helgi.

„Eftir óraunverulaga daga er ég ótrúlega feginn því að við höfum fundið leið til að vinna úr þessu. Ég vil þakka öllum fyrir ótrúlegan stuðning, sérstaklega þeim sem vinna með mér á íþróttadeild BBC fyrir að sýna ótrúlega samstöðu,“ sagði Lineker í færslu á Twitter í morgun.

„Ég hef fjallað um íþróttir á BBC í næstum þrjá áratugi og er ólýsanlega stoltur af því að vinna á besta og sanngjarnasta miðli í heimi. Ég get ekki beðið eftir að stjórna Match of the Day aftur á laugardag.

Sama hversu erfiðir undanfarnir dagar hafa verið er hins vegar ekki hægt að bera þá saman við að þurfa að flýja heimili þitt vegna stríðs og sækja skjóls í landi sem er langt í burtu. Það er hjartnæmt að sjá samúð margra ykkar með þeim. Við erum áfram þjóð sem er umburðarlynd og býður aðra velkomna.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Brighton fjárfestir í byltingarkenndri tækni – Leikmenn með hátalara á bakinu á æfingum

Brighton fjárfestir í byltingarkenndri tækni – Leikmenn með hátalara á bakinu á æfingum
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Trent gæti verið í klípu hjá Real Madrid og Alonso varar alla leikmenn við

Trent gæti verið í klípu hjá Real Madrid og Alonso varar alla leikmenn við
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Er ný stjarna United með bumbu? – Mynd frá helginni vekur athygli

Er ný stjarna United með bumbu? – Mynd frá helginni vekur athygli
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Lamine Yamal frumsýnir nýja kærustu – Er sjö árum eldri en hann

Lamine Yamal frumsýnir nýja kærustu – Er sjö árum eldri en hann
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Gæti hetjan á Ísafirði horfið á braut í haust? – „Stokkurinn er hár núna“

Gæti hetjan á Ísafirði horfið á braut í haust? – „Stokkurinn er hár núna“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Viðræður þokast vel og líklegt að Hojlund fari til McTominay og félaga

Viðræður þokast vel og líklegt að Hojlund fari til McTominay og félaga
433Sport
Í gær

Fyrrum leikmaður Arsenal til Frakklands

Fyrrum leikmaður Arsenal til Frakklands
433Sport
Í gær

Bournemouth á eftir leikmanni Chelsea

Bournemouth á eftir leikmanni Chelsea