fbpx
Sunnudagur 05.maí 2024
Pressan

Fundu leynigöng í 4.500 ára gömlum píramída

Pressan
Laugardaginn 18. mars 2023 16:30

Þrívíddarmynd af göngunum. Mynd:Egypska fornminjaráðuneytið

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Alþjóðlegur hópur vísindamanna hefur fundið níu metra langan gang í 4.500 ára gömlu píramída í Giza í Egyptalandi. Segja má að þetta sé leynigangur því hann leyndist nærri innganginum í stærsta píramídanum á svæðinu.

Egypska fornminjaráðuneytið skýrði frá þessu nýlega.

Um níu metra langan gang er að ræða og er hann tveir metrar á breidd. Hann fannst meðal annars með hjálp innrauðrar tækni og þrívíddar-herma.

Í grein, sem var birt í vísindaritinu Nature, kemur fram að þessi uppgötvun geti veitt nýja vitneskju um hvernig píramídinn er byggður.

Mostafa Waziri, hjá fornminjaráðuneytinu, sagði að gangurinn hafi hugsanlega verið gerður til að koma að gagni við deilingu þyngdar í þessum gríðarstóra píramída. Hann sagði að fleiri mælingar verði gerðar í þeirri von að hægt verði að finna út úr hvað er undir ganginum eða við enda hans.

Zahi Hawass, fornleifafræðingur og fyrrum ráðherra fornminjamála, sagði að „miklar líkur séu á að gangurinn leyni einhverju“.

Píramídinn var reistur fyrir um 4.500 árum og er 146 metrar á hæð.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Varpar ljósi á skuggahliðar Benidorm: „Svo eru hótelin hérna hinum megin við götuna“

Varpar ljósi á skuggahliðar Benidorm: „Svo eru hótelin hérna hinum megin við götuna“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Stórhuga olíufurstar í Dúbaí – Ætla að byggja nýjan flugvöll fyrir 5.000 milljarða

Stórhuga olíufurstar í Dúbaí – Ætla að byggja nýjan flugvöll fyrir 5.000 milljarða
Pressan
Fyrir 2 dögum

Sérfræðingur kemur með óvæntar upplýsingar um baðferðir fólks

Sérfræðingur kemur með óvæntar upplýsingar um baðferðir fólks
Pressan
Fyrir 2 dögum

Segir að stuðningskrókódíllinn hans sé horfinn

Segir að stuðningskrókódíllinn hans sé horfinn