fbpx
Mánudagur 20.október 2025
Fréttir

Fjármálaráðuneytið greiddi Steinari Þór fyrir 10.000 klukkustunda vinnu án þess að fá tímaskýrslur

Ritstjórn DV
Föstudaginn 10. mars 2023 09:00

Bjarni Benediktsson er fjármálaráðherra.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Frá 2016 hefur fjármálaráðuneytið greitt Íslögum, lögfræðistofu í eigu Steinars Þórs Guðgeirssonar, rúmlega 181 milljón króna, auk virðisaukaskatts, fyrir ýmsa lögfræðiþjónustu. Engar tímaskýrslur voru lagðar fram fyrir þeirri vinnu sem rukkað var fyrir. Því virðist sem reglur um útboð vegna opinberra innkaupa hafi verið brotnar.

Fréttablaðið skýrir frá þessu og segir að í samningi fjármálaráðuneytisins og Íslaga sé kveðið á um að tímaskýrslur skuli fylgja reikningum. Segir Fréttablaðið að ekki sé annað að sjá en ráðuneytið hafi ítrekað greitt háar fjárhæðir til Íslaga á grundvelli samnings sem Íslög þverbrutu.

Margir muna eflaust eftir nöfnum Íslaga og Steinars Þórs en þau tengjast Lindarhvolsmálinu sem hefur mikið verið til umfjöllunar síðustu vikur.

Hluti af reikningunum, sem nefndir eru hér að ofan, eru vegna Lindarhvols.

Íslög og Steinar Þór rukkuðu 18.000 krónur fyrir hverja klukkustund og því hefur fjármálaráðuneytið greitt fyrir 10.000 vinnustundir án þess að tímaskýrslur hafi fylgt reikningunum.

Samkvæmt lögum á að bjóða öll innkaup opinberra aðila út ef þau fara yfir 15,5 milljónir, á verðlagi ársins 2016. Það er ljóst að það var ekki gert.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Potter tekinn við
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Bændur mótmæla harðlega breytingum á reglum um ökuskírteini – Allir bændur þurfi að taka meirapróf

Bændur mótmæla harðlega breytingum á reglum um ökuskírteini – Allir bændur þurfi að taka meirapróf
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Maður í Cleveland fann íslenskan miða í „nýjum“ buxum frá Amazon – Hyggst nú fá sér pizzu á Íslandi

Maður í Cleveland fann íslenskan miða í „nýjum“ buxum frá Amazon – Hyggst nú fá sér pizzu á Íslandi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Eldri maður sagður hafa áreitt unglingsstúlku við Engihjalla – Reyndi að komast inn í bíl hennar

Eldri maður sagður hafa áreitt unglingsstúlku við Engihjalla – Reyndi að komast inn í bíl hennar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ruddist inn í íbúð og læsti sig inni á salerni

Ruddist inn í íbúð og læsti sig inni á salerni
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Reykjavíkurborg selur stórt hús í miðborginni en böggull fylgir skammrifi

Reykjavíkurborg selur stórt hús í miðborginni en böggull fylgir skammrifi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Starfsmaður RÚV sagður í leyfi eftir ásakanir frá þremur samstarfskonum

Starfsmaður RÚV sagður í leyfi eftir ásakanir frá þremur samstarfskonum