fbpx
Laugardagur 25.október 2025
Fókus

Einstakt tækifæri til að eignast eitt elsta hús Álftaness

Ragna Gestsdóttir
Þriðjudaginn 7. mars 2023 18:00

Mynd: fasteignaljosmyndun.is

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Einbýlishús á Álftanesi er komið í sölu á fasteignavef DV.

Um er að ræða 187,2 fm eign, á þremur hæðum, sem byggð var árið 1883.

Húsið Breiðabólstaðir er eitt elsta húsið á Álftanesi sem búið er í.  Húsið hefur fengið gott viðhald í gegnum tíðina og nánast allt verið endurnýjað á smekklegan hátt í takt við húsið. Hægt er að sækja um endurgreiðslu á viðhaldi frá Minjastofnun en ytra byrði hússins er friðlýst.  

Komið er inn á miðhæð hússins sem skiptist í forstofu baðherbergi, eldhús sem er opið inn í borðstofu/stofu og herbergi/skrifstofa. Á efri hæð er gott rými sem hefur verið skipt upp með léttum veggjum, hjónaherbergi og herbergi sem hefur verið skipt í tvennt. Kjallari húsins er opið rými í dag og þvottahús/geymsla en möguleiki á að loka og gera svefnherbergi.   

Aukaíbúð er í bíslagi hússins sem skilar leigutekjum. Hún skiptist í borðstofu, baðherbergi með salerni og sturtu og á efri hæð er svefnherbergi.

Mynd: fasteignaljosmyndun.is
Mynd: fasteignaljosmyndun.is
Mynd: fasteignaljosmyndun.is
Mynd: fasteignaljosmyndun.is
Mynd: fasteignaljosmyndun.is
Mynd: fasteignaljosmyndun.is
Mynd: fasteignaljosmyndun.is

Í sögu um húsið segir meðal annars: Húsið Breiðabólsstaðir er byggt 1883 af Birni Guðmundssyni steinsmið. Á vertíðum voru fjörutíu manns í húsi þessu. Húsið var byggt úr klofnu og höggnu grjóti sem tekið var víðsvegar í landareigninni ásamt afgangsgrjóti úr Alþingishúsinu sem var reist nokkrum árum fyrr. Grjótið var klofið þar sem það var og allt borið heim á tveggja fjögurra manna börum en höggvið og lagað betur heima.

Þú getur lesið nánar um eignina og skoðað fleiri myndir á fasteignavef DV.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Demi Moore neglir útlitið sem kona ársins

Demi Moore neglir útlitið sem kona ársins
Fókus
Fyrir 2 dögum

Gímaldin frumflytur verk í Hannesarholti – gímaldin Goes Orchestral

Gímaldin frumflytur verk í Hannesarholti – gímaldin Goes Orchestral
Fókus
Fyrir 2 dögum

Stórstjarna úr Hollywood nær óþekkjanleg í neðanjarðarlest New York

Stórstjarna úr Hollywood nær óþekkjanleg í neðanjarðarlest New York
Fókus
Fyrir 2 dögum

Lovísa Rós er Ungfrú Ísland Teen 2025

Lovísa Rós er Ungfrú Ísland Teen 2025
Fókus
Fyrir 4 dögum

Heimsins besti dagur í helvíti – Hvað gerir ofurkona þegar lífið breytist með kómísku slysi?

Heimsins besti dagur í helvíti – Hvað gerir ofurkona þegar lífið breytist með kómísku slysi?
Fókus
Fyrir 4 dögum

Lítt þekkt ættartengsl: Gugga í gúmmíbát náskyld Þorsteini frá Hamri og Matta Matt

Lítt þekkt ættartengsl: Gugga í gúmmíbát náskyld Þorsteini frá Hamri og Matta Matt
Fókus
Fyrir 4 dögum

Elli Egils opnar sig um fjölskyldulífið: „Við höfum svo ættleitt tvær stelpur af þessum átta börnum“

Elli Egils opnar sig um fjölskyldulífið: „Við höfum svo ættleitt tvær stelpur af þessum átta börnum“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Vikan á Instagram – Glæsilegar gellur á Bridgerton-viðburði og hitað upp fyrir hrekkjavöku

Vikan á Instagram – Glæsilegar gellur á Bridgerton-viðburði og hitað upp fyrir hrekkjavöku