fbpx
Laugardagur 05.júlí 2025
433Sport

Íslensku nafnarnir léku lykilhlutverk og skoruðu mörkin í sigri Norrköping á Gautaborg

Aron Guðmundsson
Sunnudaginn 5. mars 2023 17:23

Arnór Sigurðsson í leik með íslenska landsliðinu.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íslenski liðsfélagarnir hjá sænska úrvalsdeildarfélaginu Norrköping, nafnarnir Arnór Sigurðsson og Arnór Ingvi Traustason léku stórt hlutverk í 4-0 sigri liðsins á IFK Gautaborg í dag.

Leikur liðanna var hluti af sænsku bikarkeppninni og það var Arnór Sigurðsson sem skoraði fyrsta mark leiksins á 37. mínútu.

Nokkrum mínútum síðar, nánar tiltekið í uppbótartíma venjulegs leiktíma í fyrri hálfleik, tvöfaldaði Arnór Ingvi forystu Norrköping og þar við sat þegar liðin héldu inn til búningsherbergja í hálfleik.

Arnór Sigurðsson bætti síðan við öðru marki sínu og þriðja marki Norrköping með marki úr vítaspyrnu þegar vel var liðið á seinni hálfleik og Laorent Shabani rak síðan smiðshöggið á 4-0 sigur Norrköping.

Adam Ingi Benediktsson stóð vaktina í marki Gautaborgar í leiknum, þá kom Andri Lucas Guðjohnsen inn sem varamaður í liði Norrköping í síðari hálfleik.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Margrét Lára reyndist sannspá með leikinn gegn Finnum

Margrét Lára reyndist sannspá með leikinn gegn Finnum
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Kyle Walker á leið í annað lið á Englandi

Kyle Walker á leið í annað lið á Englandi
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Liverpool frestar því að hefja æfingar til að leikmenn fái tíma til að syrgja

Liverpool frestar því að hefja æfingar til að leikmenn fái tíma til að syrgja
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Höfðu komið upp reglulega öryggisgallar í bílnum sem Jota og bróðir hans voru á

Höfðu komið upp reglulega öryggisgallar í bílnum sem Jota og bróðir hans voru á
433Sport
Í gær

Þrír íslenskir knattspyrnumenn heiðruðu minningu Jota í gær – Sjáðu myndböndin

Þrír íslenskir knattspyrnumenn heiðruðu minningu Jota í gær – Sjáðu myndböndin
433Sport
Í gær

Útför Diogo Jota hefst í dag og lýkur á morgun

Útför Diogo Jota hefst í dag og lýkur á morgun