fbpx
Þriðjudagur 21.október 2025
433Sport

Benedikt hélt ekkert aftur af sér í beinni – ,,Hann er algjörlega óþolandi“

433
Laugardaginn 4. mars 2023 15:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eyjólfur Kristjánsson kom í Íþróttavikuna með Benna Bó sem sýnd er á Hringbraut á föstudagskvöldum. Með honum var Hörður Snævar Jónsson, íþróttafréttastjóri Torgs. Þeir ræddu enska boltann og fóru um víðan völl en aðalleikur helgarinnar í enska boltanum er stórveldaslagur Manchester United og Liverpool.

Hörður benti á að það er stutt í Meistaradeildarsæti hjá Liverpool en liðið situr í sjötta sæti, sex stigum á eftir Tottenham og hefur spilað einum leik minna. „Liverpool er komið sex stigum á eftir Tottenham sem er í fjórða sæti. Þeir eiga leik til góða. Ég er eiginlega pottþéttur á því að Liverpool nái þessu Meistaradeildarsæti,“ sagði Hörður.

„Liverpool er með svo góðan mannskap. Það er ekki hægt að líta framhjá því. Maður horfir á framlínuna þeirra og ber hana saman við Manchester United sem setur norðurlandamet í hlaupi í hverjum leik. Á móti Salah, Nunez og Luis Diaz. Þetta eru flottir leikmenn og það er eiginlega furðulegt að Liverpool skuli vera á þeim stað sem þeir eru.“

Benedikt Bóas, þáttarstjórnandi, benti á að Liverpool hefði ekki fengið mikið frí en liðið spilaði alla leiki sem voru í boði á síðasta tímabili. „United hefur spilað þrjá leiki í viku. Það er búið að vera hrikalegt prógram hjá þeim. Þetta er eins og HM í handbolta,“ sagði Eyfi.

Hörður benti á að Bruno Fernandez væri búinn að spila hverja einustu mínútu og spurði sig hvenær hann myndi springa á liminu. Sagði þá Benedikt á að hann þoldi ekki þann leikmann. „Það er einhver leiðinlegasti fótboltamaður sem til er. Hann er algjörlega óþolandi.“

Eyfi greip boltann á lofti og sagði hann vera svolítið upp en stundum niður. „Hann var ekki svona mikill tuðari en hann er orðinn það í dag. Hann má aðeins fara slaka á.“

video
play-sharp-fill
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Flosi formaður tjáir sig um brottreksturinn – „Gengið og stemningin undanfarið ekki verið með þeim hætti sem Breiðablik vill standa fyrir“

Flosi formaður tjáir sig um brottreksturinn – „Gengið og stemningin undanfarið ekki verið með þeim hætti sem Breiðablik vill standa fyrir“
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Breiðablik staðfestir brotthvarf Halldórs – Ólafur Ingi tekur við

Breiðablik staðfestir brotthvarf Halldórs – Ólafur Ingi tekur við
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Yfirlýsing frá Hlíðarenda: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur við aðkomu okkar að málinu“

Yfirlýsing frá Hlíðarenda: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur við aðkomu okkar að málinu“
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Rooney segir að Salah sé ekki sökudólgurinn – Kallar eftir því að annarri stjörnu verði hent á bekkinn

Rooney segir að Salah sé ekki sökudólgurinn – Kallar eftir því að annarri stjörnu verði hent á bekkinn
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum
Potter tekinn við
433Sport
Í gær

Freyr segir Gylfa hafa hitt naglann á höfuðið – „Erfitt að höndla ef þú gerir hlutina ekki rétt“

Freyr segir Gylfa hafa hitt naglann á höfuðið – „Erfitt að höndla ef þú gerir hlutina ekki rétt“
433Sport
Fyrir 2 dögum

„Stundum þarftu bara að komast í rétt umhverfi til að blómstra“

„Stundum þarftu bara að komast í rétt umhverfi til að blómstra“
Hide picture