fbpx
Sunnudagur 06.júlí 2025
433Sport

Hituðu upp fyrir stórleik dagsins: ,,Ef Manchester ætlar einhvern tímann að vinna á Anfield þá er tækifæri til þess núna“

Aron Guðmundsson
Sunnudaginn 5. mars 2023 08:00

GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eyjólfur Kristjánsson kom í Íþróttavikuna með Benna Bó sem sýnd er á Hringbraut á föstudagskvöldum. Með honum var Hörður Snævar Jónsson, íþróttafréttastjóri Torgs.

Þeir félagar styðja báðir Manchester United en aðalleikur helgarinnar í enska boltanum er stórveldaslagur Manchester United og Liverpool.

Þeir félagar voru sammála um að stefið hjá Manchester United sé búið að vera þannig að þeir eru ekkert alltof góðir í fyrri hálfleik en verða betri í þeim síðari.

„Þetta eru stærstu leikirnir. Þetta er El classico Englands,“ sagði Eyfi og hélt áfram. „Ég veit að Liverpool verða eins og öskrandi ljón. Við megum ekki við því að eiga svona skrýtinn fyrri hálfleik eins og við erum búnir að eiga á móti West Ham í bikarnum, Leicester og fleiri leikjum eins og Barcelona.

Það sem ég sé jákvætt í þessu er að við erum ekki að spila á Old Trafford. Utd er betra á útivelli en heimavelli. Mér finnst það. Það er meiri grimmd í þeim.“

Hörður rifjaði það upp að hann fór á fyrri leik liðanna. „Ef Manchester ætlar að vinna einhvern tímann að vinna á Anfield þá er tækifæri til þess núna. Liverpool er búið að bæta leik sinn aðeins en þetta er enginn snilld.

Sigur hjá Utd þarna þá er veik von á titilbaráttu. Þá eru átta stig í Arsenal og þrjú í City. Ef Arsenal misstígur sig þá er gott að vera í færi að láta til skara skríða.“

Benedikt þáttastjórandi rifjaði þá upp að liðið hefði fengið tækifæri forðum daga til að blanda sér af alvöru í titilbaráttuna en grátleg jafntefli gegn Leeds og Crystal Palace svíða og svíða enn. Hörður greip boltann á lofti.

„Þau telja mikið og þetta mark gegn Arsenal úti. Vonin er ekki mikil en ef þeir vinna Liverpool eru þeir búnir með mikið af þessum erfiðu leikjum. Þá verða þeir búnir að spila tvisvar við Arsenal, City og Liverpool.“

Leikur Liverpool og Manchester United hefst klukkan 16:30 í dag.

video
play-sharp-fill
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Julian McMahon látinn

Nýlegt

433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Palmer stjarnan í stórfurðulegri auglýsingu – Sjáðu myndbandið

Palmer stjarnan í stórfurðulegri auglýsingu – Sjáðu myndbandið
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Margir hneykslaðir á Ronaldo að mæta ekki í jarðaför Jota – „Hann er fyrirliðinn“

Margir hneykslaðir á Ronaldo að mæta ekki í jarðaför Jota – „Hann er fyrirliðinn“
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Kyle Walker í Burnley

Kyle Walker í Burnley
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Arsenal í viðræðum við Chelsea á ný

Arsenal í viðræðum við Chelsea á ný
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Nístandi sorg í útför Diogo Jota – Liðsfélagar úr Liverpool og landsliðinu fjölmenntu

Nístandi sorg í útför Diogo Jota – Liðsfélagar úr Liverpool og landsliðinu fjölmenntu
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Líklegt byrjunarlið Íslands gegn Sviss þar sem allt er undir

Líklegt byrjunarlið Íslands gegn Sviss þar sem allt er undir
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Ætlar að halda ‘leynipartí’ þar sem engir símar verða leyfðir

Ætlar að halda ‘leynipartí’ þar sem engir símar verða leyfðir
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Myndband: Núverandi og fyrrverandi leikmenn Liverpool mættir til Portúgal – Jarðarförin er í dag

Myndband: Núverandi og fyrrverandi leikmenn Liverpool mættir til Portúgal – Jarðarförin er í dag
Hide picture