fbpx
Sunnudagur 05.október 2025
Fókus

Fagna ári af Eftirmálum

Ragna Gestsdóttir
Fimmtudaginn 2. mars 2023 10:30

Mynd: Elva Þrastardóttir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þórhildur Þorkelsdóttir, kynningarfulltrúi BHM, og Nadine Guðrún Yaghi, samskiptastjóri Play, fagna því þessa dagana að ár er liðið síðan þær byrjuðu með hlaðvarpið Eftirmál.

Báðar voru stöllurnar fréttamenn á fjölmiðlum, Þórhildur hjá RÚV og Nadine hjá Stöð 2, Vísi og Bylgjunni, áður en þær fóru til núverandi starfa. Fyrir ári tilkynntu þær að þær myndu byrja með Eftirmál, hlaðvarp með nýjar vendingar  í stórum fréttamálum sem fönguðu athygli þjóðarinnar á sínum tíma.

Í Eftirmálum munu þær rifja upp fréttamál sem einhverra hluta vegna sitja í þeim, bæði gömul og nýlegri. Í þáttunum koma fram lykilupplýsingar sem vantaði í umfjölluninni á sínum tíma og varpa nýju ljósi á málin.

„Þessa dagana er heilt ár síðan við settum fyrsta þáttinn af Eftirmálum í loftið. Í síðustu viku voru teknar saman fyrir okkur hlustunartölur og við erum vægast sagt í skýjunum,“ segir Þórhildur á LinkedIn.

„Hver þáttur af Eftirmálum er að fá að meðaltali um 35 þúsund hlustanir. Það eru næstum 300 þúsund (!) hlustanir á þættina í heild. Það þarf varla að taka fram að þessar tölur fara langt fram úr okkar björtustu vonum.“ 

Segir hún það hafa komið þeim mest á óvart hvað hlustendahópurinn er fjölbreyttur. „Að mínu mati sýnir það okkur hvað möguleikar hlaðvarpsins eru miklir og að miðillinn nær til mun breiðari hóps en hefðbundnir fjölmiðlar. Í upphafi lögðum við upp með að vera persónulegri en almennt í fréttaumfjöllun og ræða efnið einlægt og ófilterað. Hlaðvarpið er frábær miðill til þess,“ segir Þórhildur 

„Mér finnst tölurnar líka sýna svart á hvítu að fólk hefur almennt áhuga á fréttum og fréttamálum, því í flestum umfjöllunum leynast mannlegar sögur sem skapa umræðu og flestir tengja við.“ 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Beggi Ólafs var ekki sorgmæddur – Hann þurfti bara þetta

Beggi Ólafs var ekki sorgmæddur – Hann þurfti bara þetta
Fókus
Fyrir 3 dögum

Svona lítur maðurinn á bak við eitt þekktasta „meme“ Internetsins út í dag

Svona lítur maðurinn á bak við eitt þekktasta „meme“ Internetsins út í dag
Fókus
Fyrir 5 dögum

Stórkostleg mistök bandarískrar konu á Íslandi – Sjáðu myndbandið

Stórkostleg mistök bandarískrar konu á Íslandi – Sjáðu myndbandið
Fókus
Fyrir 5 dögum

Sigríði var sagt upp sem flugfreyju og segist hafa verið svikin af samstarfskonum – „Ég hef ekki heyrt frá þeim síðan“

Sigríði var sagt upp sem flugfreyju og segist hafa verið svikin af samstarfskonum – „Ég hef ekki heyrt frá þeim síðan“