fbpx
Miðvikudagur 19.nóvember 2025
Fókus

„Það sem margir miðaldra menn óttast mest eru hugrakkar ungar stúlkur og konur“

Ragna Gestsdóttir
Miðvikudaginn 1. mars 2023 10:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Það sem margir miðaldra menn óttast mest eru hugrakkar ungar stúlkur og konur sem þora að standa á skoðun sinni og berjast fyrir henni. Dæmi um þetta er hin sænska Greta Thunberg, hin pakistanska Malala og á Íslandi Sólveig Anna Jónsdóttir. Þökk sé öllu því unga fólki sem ég umgengst þá er ég sérstakur aðdáandi ungs fólks sem þorir að benda á villur minnar kynslóðar og þar er svo sannarlega af nógu að taka,“ segir Jón Óðinn Waage, leiðbeinandi barna með hegðunarvandamál og fyrrverandi júdóþjálfari, í pistli á Akureyri.net.

Hann segist sjálfur vera að verða sextugur, að einstaklingar verði miðaldra 35 ára og séu það til 58 ára, eftir það séu þeir gamlir. 

„En aldur er bara tala, það er hvernig maður hugsar sem skiptir öllu máli,“ segir Jón Óðinn, sonur einstæðrar móður sem hann segir hafa unnið þrjú störf til að sjá fyrir börnum.

„Og lét sig ekki muna um að samtíðis berjast fyrir réttindum annarra. Þannig að þeir sem berjast fyrir réttindum fátækra einstæðra mæðra eru svo sannarlega í mínu liði. En margir kynbræður mínir virðast sjá allt það versta í þessum þremur sem ég nefndi hér að framan. Það er mér fullkomlega óskiljanlegt.“

Rifjar Jón Óðinn upp að hann var staddur á Arlanda flugvellinum í Stokkhólmi ásamt fósturdóttir sinni. Maður á hans aldri sem sat við hlið hans hafi séð Jón Óðinn skoða frétt um Gretu Thunberg. „Og þar sem við vorum á svipuðum aldri taldi hann allar líkur á því að ég deildi skoðunum með honum. Hann benti á símann minn og hafði orð á því að Greta væri nú meiri bullukollurinn,“segir Jón Óðinn.

Fósturdóttir Jóns Óðins hafði stuttu áður staðið fyrir skólaverkfalli í heimabæ þeirra til að taka undir með Gretu Thunberg. 

„Fimmtán mínútum síðan stóð hann upp, þakkaði okkur innilega fyrir að hafa opnað huga sinn, nú sæi hann hlutina í allt öðru ljósi. Ég held að hann hafi meint það, en kannski var hann bara að forða sér.

Og til ykkar kæru kynbræður á mínum aldri, hafi þessi skrif mín móðgað ykkur þá veit ég alveg hvernig ykkur líður því þannig leið mér í ræktinni þegar ég var kallaður ellilífeyrisþegi.“

Pistilinn má lesa í heild sinni á Akureyri.net.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Fundu gleðina aftur á Íslandi eftir röð dauðsfalla

Fundu gleðina aftur á Íslandi eftir röð dauðsfalla
Fókus
Í gær

Umdeildur blaðamaður er myrtur – Lestu fyrsta kafla Sleggjudóms

Umdeildur blaðamaður er myrtur – Lestu fyrsta kafla Sleggjudóms
Fókus
Fyrir 2 dögum

Vikan á Instagram – „Dúóið sem þú bjóst ekki við að sjá saman“

Vikan á Instagram – „Dúóið sem þú bjóst ekki við að sjá saman“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Steinunn Ósk: „Ég var komin á þann stað að vera ein heima með belju og drakk þar til hún kláraðist“

Steinunn Ósk: „Ég var komin á þann stað að vera ein heima með belju og drakk þar til hún kláraðist“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Það var spennandi að sofa hjá giftum konum – En það breyttist snögglega

Það var spennandi að sofa hjá giftum konum – En það breyttist snögglega
Fókus
Fyrir 3 dögum

Þessar bíómyndir eru í uppáhaldi hjá Leó páfa – Hvað hefurðu séð margar?

Þessar bíómyndir eru í uppáhaldi hjá Leó páfa – Hvað hefurðu séð margar?
Fókus
Fyrir 4 dögum

Skaðlegt þegar fólk lætur eins og það sé með OCD því það vill hafa snyrtilegt í kringum sig

Skaðlegt þegar fólk lætur eins og það sé með OCD því það vill hafa snyrtilegt í kringum sig
Fókus
Fyrir 4 dögum

Huldukonan, Fröken Dúlla og Frumbyrjur meðal annars á lista Benedikt

Huldukonan, Fröken Dúlla og Frumbyrjur meðal annars á lista Benedikt