fbpx
Mánudagur 11.ágúst 2025
Fréttir

Segir að NATO hafi gengið vel á næstum allar birgðir sínar

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 15. febrúar 2023 05:35

Úkraínskt stórskotalið að störfum í Kherson. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er mikilvægt fyrir baráttu Úkraínumanna gegn rússneska innrásarliðinu að NATO-ríkin fylli á birgðageymslur sína.

Þetta sagði Jamie Shea, aðstoðarframkvæmdastjóri NATO, í samtali við Sky News.

Hann sagði að NATO hafi notað stóran hluta birgða sinna og það þýði að nú verði að sannfæra vopnaframleiðendur um að setja framleiðslulínur sínar í gang á nýjan leik og framleiða hratt og í miklu magni.

Þegar hann var spurður hvort það sé hægt að gera það, sagði hann að það sé ekki auðvelt en það sé þrýst á um að þetta verði gert.

Hann sagði að þegar ekki sé hægt að framleiða þessa hluti á einni nóttu sé rétt að hafa í huga að mörg ríki eigi þennan vestræna búnað.

Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri NATO, var nýlega í Suður-Kóreu og Japan þar sem hann bað þjóðirnar um að láta meira af vopnum og skotfærum í té. Shea sagði að á meðan verið sé að auka framleiðsluna sé hægt að mæta skorti með því að fá þjóðir, sem styðja Vesturlönd, til að láta vopn og skotfæri af hendi rakna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Íris segir erfitt að losna við blankheitahugsun og byrja að spara: „Peningurinn rennur ekkert út, hann myglar ekkert, hann verður þarna og þú getur bara geymt hann“

Íris segir erfitt að losna við blankheitahugsun og byrja að spara: „Peningurinn rennur ekkert út, hann myglar ekkert, hann verður þarna og þú getur bara geymt hann“
Fréttir
Í gær

Níu gistu fangageymslur í nótt

Níu gistu fangageymslur í nótt
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vöknuðu upp við vondan draum – Vissu ekki að nýtt fjölbýlishús ætti að vera svona nálægt

Vöknuðu upp við vondan draum – Vissu ekki að nýtt fjölbýlishús ætti að vera svona nálægt
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Nágrannaerjur í Vesturbænum – Fá ekki að losna við girðingu nágrannanna sem vísa til brunahættu og óþefs

Nágrannaerjur í Vesturbænum – Fá ekki að losna við girðingu nágrannanna sem vísa til brunahættu og óþefs
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Látinn eftir fall í Vestari Jökulsá

Látinn eftir fall í Vestari Jökulsá
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Kona sökuð um langvarandi ofbeldi gegn aldraðri móður sinni

Kona sökuð um langvarandi ofbeldi gegn aldraðri móður sinni