fbpx
Laugardagur 05.júlí 2025
433Sport

Liverpool sýndi sitt rétta andlit í borgarslagnum – Gakpo kominn á blað

Helgi Fannar Sigurðsson
Mánudaginn 13. febrúar 2023 21:52

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Liverpool og Everton mættust í nágrannaslag í ensku úrvalsdeildinni í kvöld. Leikið var á Anfield.

Það er óhætt að segja að allt annað hafi verið að sjá til Liverpool í kvöld heldur en í flestum leikjum undanfarið.

Heimamenn voru mun betri aðilinn í fyrri hálfleik. Mohamed Salah kom þeim yfir á 36. mínútu eftir skyndisókn. Egyptinn var einn þeirra fjölmörgu leikmanna Liverpool manna sem stigu upp í kvöld eftir dapurt gengi.

Það var skammt liðið á seinni hálfleik þegar Cody Gakpo var réttur maður á réttum stað á fjærstönginni og stýrði fyrirgjöf Trent Alexander-Arnold í netið. Um fyrsta mark Hollendingsins fyrir Liverpool var að ræða. Staðan 2-0.

Liverpool var mun líklegra til að bæta við marki það sem eftir lifði seinni hálfleiks. Lærisveinar Jurgen Klopp létu tvö mörk þó duga.

Úrslitin þýða að Liverpool fer upp fyrir Chelsea og í níunda sæti deildarinnar. Liðið er nú níu stigum frá Meistaradeildarsæti.

Everton er hins vegar í fallsæti, stigi frá öruggu sæti.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Margrét Lára reyndist sannspá með leikinn gegn Finnum

Margrét Lára reyndist sannspá með leikinn gegn Finnum
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Kyle Walker á leið í annað lið á Englandi

Kyle Walker á leið í annað lið á Englandi
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Jörundur Áki fór yfir sviðið á liðshóteli Íslands – Hlustaðu á þáttinn hér

Jörundur Áki fór yfir sviðið á liðshóteli Íslands – Hlustaðu á þáttinn hér
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

19 ára gömul fékk Katla óvænt tíðindi – „Ég er ótrúlega þakklát“

19 ára gömul fékk Katla óvænt tíðindi – „Ég er ótrúlega þakklát“