fbpx
Fimmtudagur 01.maí 2025
Fréttir

Wagnerliðar segja frá hryllingnum í fremstu víglínu

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 14. febrúar 2023 05:35

Nokkrir liðsmenn Wagnerhópsins. Mynd:Úkraínska leyniþjónustan

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tveir fyrrum liðsmenn Wagner-málaliðahópsins, sem berst við hlið rússneska hersins í Úkraínu, ræddu nýlega við CNN. Mennirnir voru teknir höndum af úkraínska hernum þegar þeir börðust í Donbas seint á síðasta ári.

Af öryggisástæðum koma mennirnir ekki fram undir nafni í viðtalinu. Í því segja þeir meðal annars að þeir málaliðar, sem hlýddu ekki skipunum, hafi samstundis verið skotnir af yfirmönnum sínum.

Þeir segja einnig frá gríðarlegu mannfalli í „fyrstu bylgju árása“ og má líkja þessum lýsingum við lýsingar á því sem gerðist í fyrri heimsstyrjöldinni.

„Við vorum 90. 60 dóu í fyrstu árásinni, drepnir með sprengjuvörpuskothríð, og margir særðust. Ef einum hóp mistókst, þá var annar strax sendur. Ef öðrum hópnum mistókst, var enn einn hópurinn sendur,“ segir annar mannanna um misheppnaða árás Rússa við Lysytjansk.

Báðir segjast þeir hafa verið fengnir til liðs við Wagner þegar þeir sátu í fangelsi síðasta haust. Báðir segjast þeir sjá eftir að hafa gengið til liðs við Wagner.

Vestrænar leyniþjónustustofnanir telja að 40.000 til 50.000 fangar hafi verið fengnir til liðs við Wagner.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Sigríður Björk bregst við njósnamálinu: „Að sjálfsögðu höfum við áhyggjur af því“

Sigríður Björk bregst við njósnamálinu: „Að sjálfsögðu höfum við áhyggjur af því“
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Vilhjálmur sár eftir freklega innrás í einkalíf hans – „Dætur mínar tvær eru í viðkvæmri stöðu“

Vilhjálmur sár eftir freklega innrás í einkalíf hans – „Dætur mínar tvær eru í viðkvæmri stöðu“
Fréttir
Í gær

Björgólfur Thor sagður hafa borgað 33 milljónir fyrir njósnir gegn aðilum tengdum hópmálsókn gegn sér – „Ég er bara mjög sleginn yfir þessu“

Björgólfur Thor sagður hafa borgað 33 milljónir fyrir njósnir gegn aðilum tengdum hópmálsókn gegn sér – „Ég er bara mjög sleginn yfir þessu“
Fréttir
Í gær

Davíð varð olnbogabarn skólakerfisins eftir höfuðhögg sem hann varð fyrir 9 mánaða gamall – Kallar eftir breytingum því við hljótum að vera að gera eitthvað vitlaust

Davíð varð olnbogabarn skólakerfisins eftir höfuðhögg sem hann varð fyrir 9 mánaða gamall – Kallar eftir breytingum því við hljótum að vera að gera eitthvað vitlaust
Fréttir
Í gær

Strengslit Mílu við Laugarbakka

Strengslit Mílu við Laugarbakka
Fréttir
Í gær

Minnir á að símar og akstur fara ekki saman eftir óhugnanlegt slys ungrar dóttur sinnar á sunnudag

Minnir á að símar og akstur fara ekki saman eftir óhugnanlegt slys ungrar dóttur sinnar á sunnudag
Fréttir
Í gær

Ökumaður á gráum jeppa flúði eftir að hafa keyrt á hjólreiðamann á hættulegum gatnamótum – „Þarna fara fjöldamörg skólabörn um á morgnana“

Ökumaður á gráum jeppa flúði eftir að hafa keyrt á hjólreiðamann á hættulegum gatnamótum – „Þarna fara fjöldamörg skólabörn um á morgnana“
Fréttir
Í gær

Segir samskiptaráðgjafa ÍSÍ hafa platað sig í viðtal og horft fram hjá 75 jákvæðum umsögnum – „Mér finnst glæpur, þetta álit“

Segir samskiptaráðgjafa ÍSÍ hafa platað sig í viðtal og horft fram hjá 75 jákvæðum umsögnum – „Mér finnst glæpur, þetta álit“