fbpx
Sunnudagur 28.apríl 2024
Fréttir

„Svavarssamningarnir“ hefðu kostað ríkissjóð 208 milljarða

Þrátt fyrir fullar endurheimtur forgangskröfuhafa Landsbankans hefði ríkið þurft að greiða yfir 200 milljarða á árunum 2016 til 2023

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 9. febrúar 2016 13:13

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ef Icesave-samningarnir, sem kenndir eru við Svavar Gestsson, hefðu verið samþykktir árið 2009 hefðu eftirstöðvar þeirra hinn 5. júní á þessu ári numið um 208 milljörðum króna, eða um 8,8% af landsframleiðslu Íslands.

Þetta kemur fram í svari Hersis Sigurgeirssonar, dósents í fjármálum við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands, á Vísindavefnum. Þar segir að þessi fjárhæð hefði fallið á ríkissjóð og verið til greiðslu í jöfnum ársfjórðungslegum afborgunum á næstu átta árum, eða um 26 milljarðar á ári auk vaxtagreiðslna. Engar greiðslur hefðu hins vegar nú þegar verið inntar af hendi úr ríkissjóði enda var gert ráð fyrir því í samningunum að greiðslur umfram heimtur úr slitabúi gamla Landsbankans (LBI) myndu ekki hefjast fyrr en eftir 5. júní árið 2016.

Samkomulagið kvað á um að breska og hollenska ríkið lánuðu Tryggingasjóði innstæðueigenda og fjárfesta jafnvirði um 700 milljarða, í pundum og evrum, til fimmtán ára á föstum 5,55% vöxtum. Fyrstu sjö ár lánstímans – á árunum 2009 til 2016 – átti aðeins að greiða inn lánið sem samsvaraði því sem Tryggingasjóðurinn fengi greitt úr slitabúi Landsbankans og eftirstöðvarnar að því loknu skyldu greiðast upp á tímabilinu 2016 til 2023 með 32 ársfjórðungslegum afborgunum. Samkomulagið gerði ráð fyrir að íslenska ríkið myndi gangast í ábyrgð fyrir höfuðstólnum og í ljósi þess að eignir Tryggingasjóðs voru litlar sem engar hefðu afborganir og vaxtagreiðslur að mestu fallið á ríkissjóð.

Svavar Gestsson hélt því fram á Facebook-síðu sinni í desember síðastliðnum að þjóðarbúið stæði í dag „nákvæmlega eins og gert var ráð fyrir í samningunum vorið 2009“ sem hann fór fyrir. „Það er búið að borga Icesave.“
Var formaður samninganefndur ríkisins Svavar Gestsson hélt því fram á Facebook-síðu sinni í desember síðastliðnum að þjóðarbúið stæði í dag „nákvæmlega eins og gert var ráð fyrir í samningunum vorið 2009“ sem hann fór fyrir. „Það er búið að borga Icesave.“

Endurheimturnar reyndust mun meiri

Þegar samningarnir voru kynntir var áætlað að heimtur forgangskröfuhafa yrðu 75% og að eftirstöðvar lánsins yrðu því um 415 milljarðar króna um mitt þetta ár. Þá var einnig nefnt að ef heimtur slitabúsins yrðu til dæmis 15% meiri þá hefðu eftirstöðvar lánsins orðið 309 milljarðar en allt 521 milljörðum ef heimturnar hefðu aftur á móti orðið aðeins 60%.

Endurheimtur Landsbankans urðu hins vegar mun meiri en þáverandi áætlanir gerðu ráð fyrir og fengu forgangskröfuhafar, sem voru að mestu Hollendingar og Bretar vegna Icesave-reikninganna, 100% heimtur af kröfum sínum. Tilkynnt var um það í síðasta mánuði að slitabúið hefðu innt af hendi síðustu hlutagreiðslu sína til forgangskröfuhafa en samtals námu greiðslur til þeirra 1.328 milljörðum.

Þrátt fyrir að þetta var besta mögulega niðurstaða Savavarssamninganna þá hefði ríkissjóður engu að síður þurft að greiða sem fyrr segir 208 milljarða í erlendum gjaldeyri til breska og hollenska ríkisins. Þær greiðslur hefðu nánast eingöngu samanstaðið af áföllnum vöxtum og vaxtavöxtum.

Buchheit-samningurinn kostað ríkið 67 milljarð

Hersir Sigurgeirsson hefur áður reiknað út hver kostnaður ríkissjóðs af Icesave-samningunum sem kenndir eru við bandaríska lögmanninn Lee Buchheit hefðu orðið en þar var niðurstaðan sú að heildargreiðslur vegna þeirra samninga hefðu numið 87 milljörðum. Í svari hans á Vísindavefnum hinn 11. júní kom fram að ríkissjóður hefðu þurft að greiða 67 milljarða af þeirri fjárhæð en Tryggingasjóðurinn 20 milljarða.

Að lokum voru báðir samningarnir felldir í þjóðaratkvæðugreiðslum. Fór Icesave-deilan í kjölfarið fyrir EFTA-dómstólinn þar sem Ísland vann fullnaðarsigur og var sýknað af kröfum Hollendinga og Breta í lok janúar árið 2013.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Framsóknarmenn styðji ÁTVR og forvarnir – „Atlaga Sjálfstæðisflokksins að ÁTVR er ævintýraleg“

Framsóknarmenn styðji ÁTVR og forvarnir – „Atlaga Sjálfstæðisflokksins að ÁTVR er ævintýraleg“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Pálmatré raunhæft verkefni en aðeins eitt tré mun rísa

Pálmatré raunhæft verkefni en aðeins eitt tré mun rísa
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Grænkerar harma auglýsingar forsetaframbjóðenda – „Borða pulsur úr gösuðum þjáðum svínum“

Grænkerar harma auglýsingar forsetaframbjóðenda – „Borða pulsur úr gösuðum þjáðum svínum“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd