fbpx
Föstudagur 07.nóvember 2025
433Sport

„Ég get skilið af hverju fólk telur að við séum klikkuð“

Helgi Fannar Sigurðsson
Föstudaginn 3. febrúar 2023 08:49

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Graham Potter, stjóri Chelsea, segist skilja umræðuna um að félagið hafi eytt og miklu á félagaskiptamarkaðnum í janúar.

Chelsea keypti átta leikmenn fyrir vel ríflega 300 milljónir punda í janúar. Menn á borð við Mykhailo Mudryk, fyrir 88 milljónir punda, og Enzo Fernandez, á 107 milljónir punda, mættu til félagsins.

„Ég get skilið að það sé talað um að yfirbjóða en öll félagaskipti eru áhætta,“ segir Potter.

Hann talar vel um Enzo, sem kom til Chelsea frá Benfica á lokadegi félagaskiptagluggans.

„Hann er enn ungur og var að koma til landsins. Ég hef talað við hann. Ég tala ekki mjög góða spænsku og hann ekki mjög góða ensku. Við þurftum því túlk. Þetta kemur samt allt saman,“ segir Potter.

„Þú þarft að aðlagast félaginu. Við munum hjálpa honum með það og persónuleiki hans er á þann veg að ég hef engar áhyggjur af honum.

Þetta er leikmaður með stóran persónuleika. Hann lék á miðjunni í liði Argentínu sem varð heimsmeistari. Kostir hans geta hjálpað í hvaða deild sem er, sem og í Meistaradeildinni.“

Sem fyrr segir skilur Potter umræðuna að vissu leyti.

„Ég get skilið af hverju fólk telur að við séum klikkuð. Ég er ósammála því en ég skil það.

Við reyndum að vera skapandi. Við reyndum að fjárfesta í núinu og framtíðinni. Við erum í þeirri stöðu að við viljum halda áfram að bæta okkur. Það eru markmið félagsins.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Strákarnir frá Úkraínu alltof stór biti fyrir Blika

Strákarnir frá Úkraínu alltof stór biti fyrir Blika
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Svarar til saka – Segir það hafa verið grín að tengja fólk við barnaníð og morð

Svarar til saka – Segir það hafa verið grín að tengja fólk við barnaníð og morð
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Íþróttaeldhugi ársins: Íslendingar hvattir til að senda inn ábendingar

Íþróttaeldhugi ársins: Íslendingar hvattir til að senda inn ábendingar
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Alonso stórhuga – Þrír úr ensku úrvalsdeildinni á blaði

Alonso stórhuga – Þrír úr ensku úrvalsdeildinni á blaði
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Ein goðsögn út en önnur inn hjá íslenska landsliðsmanninum

Ein goðsögn út en önnur inn hjá íslenska landsliðsmanninum
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Ekki greitt meðlag í fleiri mánuði og gæti endað bak við lás og slá

Ekki greitt meðlag í fleiri mánuði og gæti endað bak við lás og slá