fbpx
Mánudagur 08.september 2025
Fréttir

Sleginn í andlitið

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 31. janúar 2023 05:50

Myndin tengist fréttinni ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það bar helst til tíðinda á kvöld- og næturvakt lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu að maður sló annan í andlitið í stigagangi húss eins í Miðborginni. Árásarmaðurinn, sem var óvelkominn í stigaganginum, var óviðræðuhæfur sökum þess hversu annarlegu ástandi hann var í. Hann var vistaður í fangageymslu.

Bifreið var ekið utan í vegrið í Miðborginni. Tveir voru fluttir á sjúkrahús til skoðunar en meiðsl þeirra reyndust minniháttar. Draga þurfti bifreiðina á brott með dráttarbifreið.

Í Breiðholti var bifreið ekið á staur. Ökumaðurinn var fluttur á bráðamóttöku. Ekki liggja fyrir upplýsingar um meiðsli hans. Bifreiðin var flutt á brott með dráttarbifreið.

Einn ökumaður var handtekinn grunaður um að vera undir áhrifum vímuefna.

Tilkynnt var um rúðubrot í Miðborginni.

Nokkrar aðstoðarbeiðnir bárust vegna veðurs.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Tímavélin: Poppers – Stórhættulegur æðavíkkari sem varð vinsælt partídóp í níunni

Tímavélin: Poppers – Stórhættulegur æðavíkkari sem varð vinsælt partídóp í níunni
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Bjóða ferðamönnum að skrifa undir heit gegn hvala og lundaáti – „Markaðurinn myndi hrynja“

Bjóða ferðamönnum að skrifa undir heit gegn hvala og lundaáti – „Markaðurinn myndi hrynja“
Fréttir
Í gær

Marmítið tekið af föðurnum á flugvellinum – Dóttirin marmítlaus á Íslandi

Marmítið tekið af föðurnum á flugvellinum – Dóttirin marmítlaus á Íslandi
Fréttir
Í gær

Frekir ferðamenn fóru frá í fússi og fýlu – „En það er opið. Af hverju megum við ekki fara inn?“

Frekir ferðamenn fóru frá í fússi og fýlu – „En það er opið. Af hverju megum við ekki fara inn?“
Fréttir
Í gær

Fulltrúi frá barnavernd boðaður á lögreglustöð eftir að ökumaður með börn í bílnum var handtekinn

Fulltrúi frá barnavernd boðaður á lögreglustöð eftir að ökumaður með börn í bílnum var handtekinn
Fréttir
Í gær

Uppgötvaði að hún ætti að minnsta kosti 77 systkini

Uppgötvaði að hún ætti að minnsta kosti 77 systkini