fbpx
Þriðjudagur 13.maí 2025
Pressan

Ferðu í handsnyrtingu? Þá skaltu vera með vettlinga eða sólarvörn segir læknir

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 4. febrúar 2023 16:30

Margir fara í handsnyrtingu. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Niðurstöður nýrrar rannsóknar sýna að útfjólublátt ljós úr lömpum, sem eru notaðir til að þurrka gelneglur, drepur frumur og gæti valdið krabbameini.

Ef þú hefur í hyggju að fara í handsnyrtingu þá ættir þú að vera með vettlinga eða sólarvörn á höndunum. Þetta sagði Najia Shaikh, læknir, í samtali við Sky News.

Rannsóknin leiddi í ljós að naglaþurrkarar, sem nota útfjólublátt ljós, skemma DNA og valda krabbameinsstökkbreytingum í frumum.

Í rannsókninni voru frumur í fólki og músum rannsakaðar og kom í ljós að frumur drápust þegar þær lentu í útfjólubláum geislum á borð við þá sem eru notaðir á handsnyrtistofum.

Shaikh sagði að enn væru ekki margar vísbendingar komnar fram um hversu miklu tjóni þessir lampar valda en vitað sé að allar tegundir útfjólublárra geisla hafi áhrif á frumur líkamans, stökkbreyti þeim og breyti DNA. Það sé því betra að vernda hendurnar.

Hún sagðist því ráðleggja fólki að vera í fingravettlingum, sem fremsti hlutinn hefur verið klipptur af, eða setja sólarvörn á hendurnar ef það hyggst setja hendurnar í þurrkun í svona lömpum. Hún sagði að styrkleiki sólarvarnarinnar þurfi að vera 50.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Nú er það svart – Giftu sig í kirkjugarði í þema Addams fjölskyldunnar

Nú er það svart – Giftu sig í kirkjugarði í þema Addams fjölskyldunnar
Pressan
Í gær

Vísindamenn segja þetta vera eina dýrið sem gæti lifað heimsendi af

Vísindamenn segja þetta vera eina dýrið sem gæti lifað heimsendi af
Pressan
Fyrir 2 dögum

Læknir deilir góðum ráðum til að léttast án þess að þjást

Læknir deilir góðum ráðum til að léttast án þess að þjást
Pressan
Fyrir 2 dögum

Þetta er besta sætið í flugvélum og samt vill enginn sitja þar

Þetta er besta sætið í flugvélum og samt vill enginn sitja þar
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fyrir 50 árum var ungri móður nauðgað og hún myrt þegar hún var á ferð með dóttur sinni – Núna liggur fyrir hver morðinginn er

Fyrir 50 árum var ungri móður nauðgað og hún myrt þegar hún var á ferð með dóttur sinni – Núna liggur fyrir hver morðinginn er
Pressan
Fyrir 3 dögum

Sakfelldir fyrir að fella eitt frægasta tré Bretlands í skjóli nætur – Þurfa að dvelja í varðhaldi út af reiði almennings

Sakfelldir fyrir að fella eitt frægasta tré Bretlands í skjóli nætur – Þurfa að dvelja í varðhaldi út af reiði almennings