fbpx
Þriðjudagur 13.maí 2025
Pressan

Þetta eru öflugustu vegabréf heims – Það íslenska ofarlega á lista

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 29. janúar 2023 15:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vegabréf ríkja heims veita ansi mismunandi aðgang að öðrum ríkjum. Sum veita handhafa sínum heimild til að ferðast án nokkurra vandkvæða til annarra ríkja en vegabréf annarra veita aðeins aðgang að fáum öðrum ríkjum án þess að handhafinn þurfi að fá vegabréfsáritun.

Breska fyrirtækið Henley & Partners birti nýlega árlegan lista sinn yfir vegabréf heimsins og hversu öflug þau eru.

Á toppi listans trónir japanska vegabréfið sem veitir handhöfum heimild til að ferðast til 193 ríkja án þess að vera með vegabréfsáritun eða með því að geta fengið áritun við komuna til áfangastaðarins. Þar á eftir koma Singapúr og Suður-Kórea en vegabréf þessara ríkja veita handhöfum heimild til að ferðast til 192 ríkja.

Þar á eftir koma Þýskaland og Spánn með 190 ríki og þar á eftir Finnland, Ítalía og Lúxemborg með 189 ríki sem handhafar þarlendra vegabréfa geta ferðast til.

Ísland er í þrettánda sæti en íslensk vegabréf veita handhöfum heimild til að ferðast til 181 ríkis.

Á botni listans er Afganistan en afgönsk vegabréf veita aðeins heimild til áritanalausra ferða til 27 ríkja.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Nú er það svart – Giftu sig í kirkjugarði í þema Addams fjölskyldunnar

Nú er það svart – Giftu sig í kirkjugarði í þema Addams fjölskyldunnar
Pressan
Í gær

Vísindamenn segja þetta vera eina dýrið sem gæti lifað heimsendi af

Vísindamenn segja þetta vera eina dýrið sem gæti lifað heimsendi af
Pressan
Fyrir 2 dögum

Læknir deilir góðum ráðum til að léttast án þess að þjást

Læknir deilir góðum ráðum til að léttast án þess að þjást
Pressan
Fyrir 2 dögum

Þetta er besta sætið í flugvélum og samt vill enginn sitja þar

Þetta er besta sætið í flugvélum og samt vill enginn sitja þar
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fyrir 50 árum var ungri móður nauðgað og hún myrt þegar hún var á ferð með dóttur sinni – Núna liggur fyrir hver morðinginn er

Fyrir 50 árum var ungri móður nauðgað og hún myrt þegar hún var á ferð með dóttur sinni – Núna liggur fyrir hver morðinginn er
Pressan
Fyrir 3 dögum

Sakfelldir fyrir að fella eitt frægasta tré Bretlands í skjóli nætur – Þurfa að dvelja í varðhaldi út af reiði almennings

Sakfelldir fyrir að fella eitt frægasta tré Bretlands í skjóli nætur – Þurfa að dvelja í varðhaldi út af reiði almennings