fbpx
Þriðjudagur 13.maí 2025
Pressan

Else áttaði sig ekki á verðmæti bókarinnar sem var í stofuhillunni hennar

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 28. janúar 2023 13:30

Mynd: Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Árum saman hafði Else Poulsen, 86 ára íbúi á Jótlandi í Danmörku, haft biblíu í bókahillunni í stofunni sinni. Það var guðmóðir hennar sem gaf henni biblíuna fyrir margt löngu. Hafði Else ekki leitt hugann neitt sérstaklega að biblíunni í gegnum árin.

Hún hafði því ekki hugmynd um að um eldgamla og mjög verðmæta biblíu er að ræða. Því komst hún að þegar maður, sem þekkir vel til biblía, sá biblíuna og skoðaði hana. TV2 segir að hann hafi séð að um 434 ára gamla biblíu var að ræða.

Þetta er ein fyrsta biblían sem var þýdd á dönsku. Hún var prentuð 1589 þegar Friðrik II var konungur Danmerkur. Um áttatíu eintök eru enn til af þessari biblíu.

Þegar biblían var prentuð voru rétt rúmlega 50 ár liðin frá siðaskiptunum en fram að þeim voru allar biblíur skrifaðar á latínu.

Þegar Else komst að því að biblían væri mikils virði ákvað hún að selja hana þrátt fyrir að hún hefði mikið tilfinningalegt gildi fyrir hana. Hún fékk sem svarar til rúmlega 800.000 íslenskra króna fyrir hana.

Í samtali við TV2 sagðist hún hafa hugsað með sér að biblían yrði að komast á góðan stað áður en hún gefur sjálf upp öndina.

Það var Gangstedfonden sem keypti biblíuna og gaf sjóðurinn Lolland-Falster sókninni hana síðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Nú er það svart – Giftu sig í kirkjugarði í þema Addams fjölskyldunnar

Nú er það svart – Giftu sig í kirkjugarði í þema Addams fjölskyldunnar
Pressan
Í gær

Vísindamenn segja þetta vera eina dýrið sem gæti lifað heimsendi af

Vísindamenn segja þetta vera eina dýrið sem gæti lifað heimsendi af
Pressan
Fyrir 2 dögum

Læknir deilir góðum ráðum til að léttast án þess að þjást

Læknir deilir góðum ráðum til að léttast án þess að þjást
Pressan
Fyrir 2 dögum

Þetta er besta sætið í flugvélum og samt vill enginn sitja þar

Þetta er besta sætið í flugvélum og samt vill enginn sitja þar
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fyrir 50 árum var ungri móður nauðgað og hún myrt þegar hún var á ferð með dóttur sinni – Núna liggur fyrir hver morðinginn er

Fyrir 50 árum var ungri móður nauðgað og hún myrt þegar hún var á ferð með dóttur sinni – Núna liggur fyrir hver morðinginn er
Pressan
Fyrir 3 dögum

Sakfelldir fyrir að fella eitt frægasta tré Bretlands í skjóli nætur – Þurfa að dvelja í varðhaldi út af reiði almennings

Sakfelldir fyrir að fella eitt frægasta tré Bretlands í skjóli nætur – Þurfa að dvelja í varðhaldi út af reiði almennings