Leandro Trossard hefur skrifað undir fjögurra og hálfs árs samning við Arsenal með möguleika á einu auka ári.
Trossard getur spilað úti á kanti og í fremstu víglínu, sem og fyrir aftan framherja. Hann er með leikheimild og getur mætt Manchester United á sunnudag.
Arsenal greiðir 27,5 milljón punda fyrir Trossard sem var að verða samningslaus í sumar.
Arsenal ætlaði upphaflega að fá Mykhailo Mudryk í þessum mánuði en hann hélt til Chelsea á ögurstundu.
Á þessari leiktíð hefur Trossard skorað sjö mörk og lagt upp þrjú í sextán leikjum með Brighton í ensku úrvalsdeildinni.
🚨 Leandro Trossard has completed his medical and signed for Arsenal, penning a 4.5 year deal (with a one-year option).
His agent tells me he was registered before the 12pm deadline and is available to face Man Utd on Sunday. Club awaiting official confirmation. #AFC #BHAFC
— Charlie Parker-Turner (@CParkerTurner) January 20, 2023