fbpx
Miðvikudagur 30.apríl 2025
Fréttir

Sauð upp úr í Héraðsdómi – Dómari hótaði að fjarlægja Margréti úr réttarsalnum

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 10. janúar 2023 14:56

Mynd: Sigtryggur Ari

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Það er herbergi hérna við hliðina, Margrét,“ sagði Barbara Björnsdóttir héraðsdómari við Margréti Friðriksdóttur, undir vitnaleiðslum í sakamáli Lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu gegn Margréti, en aðalmeðferð í málinu fór fram í dag.

Margrét hefur verið ákærð fyrir hatursglæp vegna atviks sem átti sér stað fyrir utan veitingastaðinn Benzin Cafe, við Grensásveg, í ágúst árið 2018. Margrét viðurkennir að hafa veist að Semu Erlu með ókvæðisorðum þetta kvöld en að öðru leyti ber konunum engan veginn saman um atvikið.

Sjá einnig: Réttað yfir Margréti Friðriks vegna meintrar árásar á Semu Erlu– „I will kill you, you evil fucking bitch“

Andrúmsloftið í dómsalnum var spennuþrungið, sérstaklega eftir að Sema Erla settist í vitnastól og gaf skýrslu. Sema Erla sakaði Margréti um áreiti en hún starði í augu hennar á meðan hún gaf vitni og fussaði yfir framburði hennar. Dómari bað Margréti um að hafa sig hæga og verjandi Margrétar, Arnar Þór Jónsson, sagði við hana: „Margrét, nú hefurðu þig hæga, það er ég sem tala þínu máli hér.“

Arnar gerði jafnframt athugasemd við að honum virtist að einhver væri að taka upp þinghaldið, sem er stranglega bannað. Benti hann á farsíma sem móðir Semu Erlu var með í höndunum en hún sagðist vera að senda vinkonu sinni skilaboð. Bauð hún Arnari og dómara að sjá síma sinn en það var ekki þegið og skýringar hennar teknar gildar. Sema Erla virtist miður sín og sagðist hún ekki eiga að þurfa að sitja undir „áreiti þessarar konu“.

Töluverðar tafir urðu á vitnaleiðslum vegna ásakana Semu um ögrandi framkomu Margrétar. Óskaði Sema eftir því að Margrét yfirgæfi salinn en svo fór ekki og lauk Sema við að gefa skýrslu.

Vitnisburðir Margrétar og Semu eru raktir hér.

Lokað er fyrir athugasemdir
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Vilhjálmur sár eftir freklega innrás í einkalíf hans – „Dætur mínar tvær eru í viðkvæmri stöðu“

Vilhjálmur sár eftir freklega innrás í einkalíf hans – „Dætur mínar tvær eru í viðkvæmri stöðu“
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

„Mér þótti mjög leiðinlegt að útskýra fyrir syni mínum að samfélagið virkaði því miður ekki svona“

„Mér þótti mjög leiðinlegt að útskýra fyrir syni mínum að samfélagið virkaði því miður ekki svona“
Fréttir
Í gær

Davíð varð olnbogabarn skólakerfisins eftir höfuðhögg sem hann varð fyrir 9 mánaða gamall – Kallar eftir breytingum því við hljótum að vera að gera eitthvað vitlaust

Davíð varð olnbogabarn skólakerfisins eftir höfuðhögg sem hann varð fyrir 9 mánaða gamall – Kallar eftir breytingum því við hljótum að vera að gera eitthvað vitlaust
Fréttir
Í gær

Lögreglumaður leystur undan vinnuskyldu eftir fyrirspurn frá Kveik – Grunaður um persónunjósnir gegn greiðslu

Lögreglumaður leystur undan vinnuskyldu eftir fyrirspurn frá Kveik – Grunaður um persónunjósnir gegn greiðslu
Fréttir
Í gær

Minnir á að símar og akstur fara ekki saman eftir óhugnanlegt slys ungrar dóttur sinnar á sunnudag

Minnir á að símar og akstur fara ekki saman eftir óhugnanlegt slys ungrar dóttur sinnar á sunnudag
Fréttir
Í gær

Bandarískur ferðamaður sýndi hvað 7 daga frí á Íslandi kostaði hana

Bandarískur ferðamaður sýndi hvað 7 daga frí á Íslandi kostaði hana
Fréttir
Í gær

Segir samskiptaráðgjafa ÍSÍ hafa platað sig í viðtal og horft fram hjá 75 jákvæðum umsögnum – „Mér finnst glæpur, þetta álit“

Segir samskiptaráðgjafa ÍSÍ hafa platað sig í viðtal og horft fram hjá 75 jákvæðum umsögnum – „Mér finnst glæpur, þetta álit“
Fréttir
Í gær

Þorbjörg svarar Guðna: Segir hann hafa gleymt sér og ekki tekið eftir öllu þessu

Þorbjörg svarar Guðna: Segir hann hafa gleymt sér og ekki tekið eftir öllu þessu