fbpx
Föstudagur 28.nóvember 2025
Fréttir

Þeir tóku upp farsíma og hringdu heim til að óska gleðilegs árs – Það varð tugum ef ekki hundruðum að bana

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 4. janúar 2023 05:56

Himars-kerfið frá Bandaríkjunum í notkun í Úkraínu. Mynd:Twitter/Oleksii Reznikov

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Rannsóknarnefnd er að rannsaka atburðinn en það liggur nú þegar fyrir að aðalorsökin er að margir hermenn kveiktu á og notuðu farsíma þvert á reglurnar sem segja að það megi ekki þar sem vopn óvinarins geta numið þá.“

Þetta segir yfirlautinant Sergei Sevryukov í myndbandi sem rússneska varnarmálaráðuneytið hefur birt. Það sem hann er að tala um er árás Úkraínumanna á skólabyggingu í bænum Makiivka þegar nýja árið var að ganga í garð. AFP skýrir frá þessu.

Úkraínumenn segja að allt að 400 rússneskir hermenn hafi fallið í árásinni og 300 hafi særst. Rússar gefa upp aðra tölu og segja að 89 hafi fallið. Hins vegar hefur það vakið athygli að rússneskir herbloggarar, sem margir hverjir hafa góð sambönd innan rússneska hersins, segja margir að manntjónið sé talið í hundruðum, ekki tugum.

Flestir hinna föllnum voru menn sem voru kvaddir í herinn í lok síðasta árs og voru nýkomnir til Úkraínu. Skólinn var notaður sem bækistöð fyrir þá vegna kulda á svæðinu.

Úkraínumenn skutu HIMARS-flugskeytum á skólann og jöfnuðu hann við jörðu. Það dró ekki úr sprengingunum að Rússar voru með skotfærageymslu í skólanum.

Í myndbandinu segir Sevryukov að gripið hafi verið til ráðstafana til að koma í veg fyrir að atburður af þessu tagi endurtaki sig og að þeim sem bera ábyrgð á að svona fór verði refsað.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Hefur beðið í tvö ár eftir svari við umsókn um ríkisborgararétt

Hefur beðið í tvö ár eftir svari við umsókn um ríkisborgararétt
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Vitor fékk þriggja ára fangelsi fyrir stórfellt fíkniefnabrot

Vitor fékk þriggja ára fangelsi fyrir stórfellt fíkniefnabrot
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Bogi skilaði Kommúnistaávarpinu um hálfri öld of seint en slapp við sekt

Bogi skilaði Kommúnistaávarpinu um hálfri öld of seint en slapp við sekt
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vill alls ekki að leitað verði á heimilum fólks: „Þessi áform eru vond, óþörf og ganga alltof langt“

Vill alls ekki að leitað verði á heimilum fólks: „Þessi áform eru vond, óþörf og ganga alltof langt“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Rússar beita vafasömum aðferðum til að lokka útlendinga í herinn

Rússar beita vafasömum aðferðum til að lokka útlendinga í herinn
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Skemmtun í miðbæ Reykjavíkur endaði með líkamsárás í heimahúsi – „Þeir dæmdu mig seka um leið og þeir gengu inn í íbúðina“

Skemmtun í miðbæ Reykjavíkur endaði með líkamsárás í heimahúsi – „Þeir dæmdu mig seka um leið og þeir gengu inn í íbúðina“