fbpx
Laugardagur 20.september 2025
433Sport

Starfsmenn KSÍ fá 200 þúsund krónur vegna EM-álags

Helgi Fannar Sigurðsson
Þriðjudaginn 27. desember 2022 15:00

Frá höfuðstöðvum KSÍ / Mynd: Sigtryggur Ari Jóhannsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stjórn Knattspyrnusambands Íslands sam­þykkti á fundi sínum þann 8. desember síðast­liðinn til­lögu Vöndu Sigur­geirs­dóttur formanns sam­bandsins um að starfs­menn þess fengju því sem nemur 200 þúsund krónum í launa­upp­bót vegna álags í kringum Evrópumótið í sumar.

Þetta kemur fram í fundar­gerð KSÍ frá fundi stjórnar þann 8. desember. Fundargerðin var birt fyrir helgi. Ís­lenska kvenna­lands­liðið í knatt­spyrnu tók þátt á Evrópu­mótinu í knatt­spyrnu síðasta sumar.

„Sam­þykkt var til­laga Vöndu Sigur­geirs­dóttur formanns að greiða starfs­mönnum kr. 200.000.- launa­upp­bót vegna EM á­lags í sam­ræmi við fyrri for­dæmi og þegar ráð­rúm er til,“ segir í fundar­gerðinni en líkt og segir þar eru for­dæmi fyrir slíkri launa­upp­bót hjá KSÍ.

Það var til dæmis gert árið 2016 eftir þátt­töku ís­lenska karla­lands­liðsins á Evrópu­mótinu í knatt­spyrnu. Þá var upp­bótin sögð sam­svara mánaðar­launum hvers starfs­manns.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Messi að krota undir nýjan samningi í Miami

Messi að krota undir nýjan samningi í Miami
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Leitar United til Sádí Arabíu til að laga miðsvæðið?

Leitar United til Sádí Arabíu til að laga miðsvæðið?
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Fór að ferðast til að halda sér gangandi í sorginni – „Að vinna með fólki með heilabilun hefur líka hjálpað“

Fór að ferðast til að halda sér gangandi í sorginni – „Að vinna með fólki með heilabilun hefur líka hjálpað“
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Guðjón tekur við Haukum – Hætti um síðustu helgi að spila

Guðjón tekur við Haukum – Hætti um síðustu helgi að spila