fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
Fréttir

Meiri snjókoma í kortunum í Bandaríkjunum – Biden heitir aðstoð alríkisins

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 27. desember 2022 07:53

Það hefur snjóað drjúgt í Buffalo. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mikið vetrarveður hefur herjað á stóran hluta Norður-Ameríku síðustu daga. Samkvæmt spám er reiknað með enn meiri snjókomu í dag með tilheyrandi kulda. Góðu fréttirnar eru þó þær að spár gera ráð fyrir að það fari að draga úr vetrarhörkunum þegar líður á vikuna.

Að minnsta kosti 55 hafa látist af völdum veðursins í Bandaríkjunum og fjórir í Kanada. Í Bandaríkjunum eru 28 dauðsföll í New York rakin til veðursins. Flest þeirra í Erie County þar sem borgin Buffalo hefur orðið illa úti.

Sky News segir að Joe Biden, forseti, hafi heimilað að New York ríki fái aðstoð frá alríkinu vegna veðursins og afleiðinga þess. Tugir þúsunda heimila hafa verið án rafmagns og fólk hefur ekki komist út úr húsi. Margir hafa setið fastir í bílum sínum, sumir í meira en tvo daga að sögn Mark Polocarz, talsmanns yfirvalda í Erie County. Hann sagði að björgunaraðilar hafi átt í erfiðleikum með að komast til fólksins vegna veðursins.

Kathy Hochul, ríkisstjóri í New York, sagði um helgina að margir sjúkra- og slökkviliðsbílar sætu fastir í snjó og lögreglan í Buffalo bað eigendur snjósleða um hjálp.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Heiðar tjáir sig um Kveiksmálið og segir engin annarleg sjónarmið búa að baki ákvörðuninni

Heiðar tjáir sig um Kveiksmálið og segir engin annarleg sjónarmið búa að baki ákvörðuninni
Fréttir
Í gær

Sverrir tjáir sig um handtökuna – „Hissa á þessu leikriti“

Sverrir tjáir sig um handtökuna – „Hissa á þessu leikriti“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Allt vitlaust út af brottrekstri Maríu Sigrúnar úr Kveik og kollegar grípa til varna – „Eru þau ömurlegu orð Ingólfi Bjarna til ævarandi minnkunar“

Allt vitlaust út af brottrekstri Maríu Sigrúnar úr Kveik og kollegar grípa til varna – „Eru þau ömurlegu orð Ingólfi Bjarna til ævarandi minnkunar“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Framsóknarmenn styðji ÁTVR og forvarnir – „Atlaga Sjálfstæðisflokksins að ÁTVR er ævintýraleg“

Framsóknarmenn styðji ÁTVR og forvarnir – „Atlaga Sjálfstæðisflokksins að ÁTVR er ævintýraleg“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Íslenska lögreglan tók niður síðu hjá rafmyntasvindlurum – Gætu fengið 20 ára fangelsi

Íslenska lögreglan tók niður síðu hjá rafmyntasvindlurum – Gætu fengið 20 ára fangelsi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sigríður Hrund dregur forsetaframboð sitt til baka

Sigríður Hrund dregur forsetaframboð sitt til baka
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Yfirmaður úkraínsku leyniþjónustunnar er með áætlun tilbúna til að mæta yfirvofandi stórsókn Rússa

Yfirmaður úkraínsku leyniþjónustunnar er með áætlun tilbúna til að mæta yfirvofandi stórsókn Rússa
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Grænkerar harma auglýsingar forsetaframbjóðenda – „Borða pulsur úr gösuðum þjáðum svínum“

Grænkerar harma auglýsingar forsetaframbjóðenda – „Borða pulsur úr gösuðum þjáðum svínum“