fbpx
Þriðjudagur 06.maí 2025
433Sport

Hjörvar tjáir sig um ferðalagið til Katar og segir frá magnaðri staðreynd – „Örugglega bara á Íslandi þar sem hlutfallið er jafnhátt“

Helgi Fannar Sigurðsson
Fimmtudaginn 22. desember 2022 14:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hjörvar Hafliðason skellti sér til Katar á úrslitaleik Heimsmeistaramótsins á milli Argentínu og Frakklands um helgina. Hann sagði fersögu í hlaðvarpi sínu, Dr. Football.

Argentína varð heimsmeistari eftir frábæran úrslitaleik við Frakkland. Staðan eftir venjulegan leiktíma var 2-2 og eftir framlengingu var hún 3-3. Argentínumenn unnu svo í vítaspyrnukeppni.

„Það var áhugavert hvað allt var hreint þarna. Þetta var lygilegt,“ segir Hjörvar um Katar.

„Það eru allir á Land Cruiser. Það er örugglega bara á Íslandi þar sem hlutfallið er jafnhátt.“

Hjörvar hrósar samgöngukerfinu í Katar. „Allar samgöngur þarna eru upp á ellefu. Lestarnar eru þannnig að það er nánast þrifið eftir hvern mann. Ég mun aldrei aftur geta farið í neðanjarðarlest í London eftir þetta.“

Þegar úrslitaleikurinn var spilaður, þann 18. desember, var þjóðhátíðardagur Katar. Því voru barir og verslanir lokaðar. „Þú hefðir þurft að þekkja Emírinn sjálfan til að fá þér einn kaldan,“ segir Hjörvar og bætir jafnframt við að skipulagið í kringum úrslitaleikinn hafi verið frábært.

Argentísku stuðningsmennirnir voru í miklum meirihluta í stúkunni en þega Frakkar jöfnuðu í 2-2 með tveimur mörkum seint í venjulegum leiktíma slokknaði aðeins á þeim að sögn Hjörvars.

„Þeir voru algjörlega dauðir fyrir framlenginguna, algjörlega búnir á því,“ segir hann, en Argentínumenn gátu tekið gleði sína á ný í leikslok.

Sheikh Tamim bin Hamad Al Thani var vinsæll á leikvanginum en það var forseti FIFA hins vegar ekki.

„Þegar Infantino var kynntur til leiks var púað mikið. Það þorði enginn að gera það þegar Emírinn var kynntur,“ segir Hjörvar Hafliðason.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

United horfir til Mbeumo
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Reif fram rúmar 8 milljónir um helgina til þess að fá kvöldstund með Alberti og Gumma Ben

Reif fram rúmar 8 milljónir um helgina til þess að fá kvöldstund með Alberti og Gumma Ben
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Bendir á reglurna sem kemur í veg fyrir fléttuna sem sett var fram

Bendir á reglurna sem kemur í veg fyrir fléttuna sem sett var fram
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Keane ráðleggur Arne Slot að styrkja þessar þrjár stöður hjá sér í sumar

Keane ráðleggur Arne Slot að styrkja þessar þrjár stöður hjá sér í sumar
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Blikar staðfesta komu Þorleifs úr atvinnumennsku

Blikar staðfesta komu Þorleifs úr atvinnumennsku
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Palmer segist ekki vera mikilvægasti leikmaður Chelsea – ,,Allir í liðinu elska hann“

Palmer segist ekki vera mikilvægasti leikmaður Chelsea – ,,Allir í liðinu elska hann“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Vonar að Rashford nái einum eða tveimur leikjum til viðbótar

Vonar að Rashford nái einum eða tveimur leikjum til viðbótar
433Sport
Í gær

,,Hver í andskotanum gerir þetta svo stuttu eftir að hafa lofað því að eyða ævinni með einhverjum?“

,,Hver í andskotanum gerir þetta svo stuttu eftir að hafa lofað því að eyða ævinni með einhverjum?“
433Sport
Í gær

Besta deildin: Viktor með tvö í góðum sigri

Besta deildin: Viktor með tvö í góðum sigri