fbpx
Föstudagur 26.desember 2025
Pressan

Harry prins skýrir frá með hvaða konu hann missti sveindóminn – „Það er ekki ég. Ég er saklaus“

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 19. desember 2022 07:06

Harry og Meghan eru í sviðsljósinu þessa dagana. Mynd/AFP

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Harry prins og Meghan Markle, eiginkona hans, eru mikið í fréttum þessa dagana vegna nýrra heimildarmyndaþáttaraðar þeirra á Netflix. Í henni segja þau frá lífi sínu innan bresku konungsfjölskyldunnar og viðskilnaðinum við fjölskylduna.

En þar með er frásögnum þeirra ekki lokið því ævisaga Harry er væntanleg í bókarformi innan ekki svo langs tíma. Þar mun prinsinn að sögn ekki vera feiminn við að veita upplýsingar um einkalíf sitt.

Hann er meðal annars sagður skýra frá því þegar hann missti sveindóminn. Það mun hafa verið með konu sem er töluvert eldri en hann og bjó á landsbyggðinni þegar þetta gerðist.

Þetta hefur auðvitað vakið upp vangaveltur um hver konan er og meðal „kandídatanna“ er leikkonan og fyrirsætan Elizabeth Hurley sem er 57 ára.

Hún bjó á stóru býli í suðurhluta Englands en hún átti býlið frá 2002 til 2015.

Orðrómurinn um að hún sé konan sem Harry ræðir um hefur verið svo þrálátur að í nýlegu viðtali í The Times var hún spurð út í þetta.

„Það er ekki ég. Ég er saklaus,“ sagði hún brosandi og lagði síðan enn frekari áherslu á að það hafi ekki verið hún: „Nei, það er ekki ég. Alls ekki.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Rússneskur herforingi sprengdur í loft upp

Rússneskur herforingi sprengdur í loft upp
Pressan
Fyrir 4 dögum

Dregur til baka fullyrðingu um að vinur hans hafi misnotað hann fyrir áratugum

Dregur til baka fullyrðingu um að vinur hans hafi misnotað hann fyrir áratugum
Pressan
Fyrir 4 dögum

29 börn hurfu af götum Atlanta – Einn maður var ákærður en fjölskyldurnar segja réttlætinu ekki fullnægt

29 börn hurfu af götum Atlanta – Einn maður var ákærður en fjölskyldurnar segja réttlætinu ekki fullnægt
Pressan
Fyrir 4 dögum

Norður-Kóreumenn sagðir hafa slegið vafasamt met sem þeir sjálfir áttu

Norður-Kóreumenn sagðir hafa slegið vafasamt met sem þeir sjálfir áttu
Pressan
Fyrir 5 dögum

Vonast til að leysa loksins ráðgátuna um morðið á litlu fegurðardrottningunni eftir að ný sönnunargögn komu fram

Vonast til að leysa loksins ráðgátuna um morðið á litlu fegurðardrottningunni eftir að ný sönnunargögn komu fram
Pressan
Fyrir 5 dögum

Ungar konur hjálpuðu barni að fremja morð

Ungar konur hjálpuðu barni að fremja morð