fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Fréttir

Hernáminu í Oregon lauk með uppgjöf í nótt

Náttúruverndarsvæðið hernumið í 41 daga – Engin átök á milli landtókufólksins og lögreglu

Ritstjórn DV
Föstudaginn 12. febrúar 2016 08:55

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hernámi Malheur náttúruverndarsvæðisins í Oregon-ríki í Bandaríkjunum er lokið. Í nótt gafst síðasta landtökufólkið upp fyrir alríkislögreglunni, sem setið hefur um svæðið í meira en mánuð.

Samkvæmt Reuters urðu engin átök á milli lögreglu og fólksins og engu skoti var til að mynda hleypt af í aðgerðum lögreglunnar í gær.

Þar segir að fjórir einstaklingar hafi verið í aðalbyggingu svæðisins og að lögreglan hafi umkringt bygginguna. Fólkið, hjón á miðjum aldri og karlmaður á svipuðum aldri, gafst fljótt upp fyrir lögreglu en sá síðasti, ungur karlmaður, kom klukkustund síðar.

Þá hafði ungi maðurinn hótað að fremja sjálfsvíg, þar sem hann vildi frekar deyja frjáls maður. Það gerði hann þó ekki og var handtekinn.

Fólkið var flutt í fangageymslur alríkislögreglunnar og þar með lauk 41 daga hernáminu í Oregon-ríki.

Hópurinn sem hernam svæðið komst í heimsfréttirnar 2. janúar síðastliðinn. Með hernáminu var hópurinn að mótmæla handtöku tveggja bænda, sem eru nú í fangelsi fyrir sinubruna á landi í eigu ríkisins.

Sjá einnig: Hernámið í Oregon: Forsprakkinn handtekinn

Hópurinn greindi frá því að ríkisstjórnin hafi áratugum saman stolið landi af bændum. Því hernámu þeir náttúruverndarsvæðið svo að bændur gætu flutt þangað og ræktað landið án afskipta ríkisstjórnarinnar.

Ammon Bundy, forsprakki hópsins, var í lok janúar handtekinn ásamt öðrum úr hópnum. Í aðgerðum lögreglunnar lést einn úr hópnum en þrátt fyrir það héldu fylgjendur Bundy kyrru fyrir á Malheur National Wildlife-friðlandinu og sögðust ekki ætla að fara.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Lögregla kölluð út vegna tjaldbúða í miðborginni

Lögregla kölluð út vegna tjaldbúða í miðborginni
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Fordæmalaus staða gæti komið upp á gosstöðvunum á Reykjanesskaga – „Þetta er fyrsta skiptið sem við sjáum svona“

Fordæmalaus staða gæti komið upp á gosstöðvunum á Reykjanesskaga – „Þetta er fyrsta skiptið sem við sjáum svona“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Jóhann hlaut dóm í héraði – Leigði ólöglega brunagildru í Þverholti til búsetu og stofnaði lífum í hættu

Jóhann hlaut dóm í héraði – Leigði ólöglega brunagildru í Þverholti til búsetu og stofnaði lífum í hættu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Stjórnarflokkarnir eru að koma sér upp þægilegum merkimiðum þegar styttist í kosningar

Ólafur Þ. Harðarson: Stjórnarflokkarnir eru að koma sér upp þægilegum merkimiðum þegar styttist í kosningar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Næsta skref – byltingakenndar breytingar

Næsta skref – byltingakenndar breytingar