fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Fréttir

Hernámið í Oregon: Forsprakkinn handtekinn

Vopnaðir menn halda enn friðlandi í Oregon-ríki – Lögreglan skaut einn til bana í nótt

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 27. janúar 2016 10:33

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögregluyfirvöld í Bandaríkjunum hafa handtekið Ammon Bundy, forsprakka hóps vopnaðra manna sem hernam friðland í Oregon-ríki. Hernáminu er þó ekki lokið því fylgjendur Bundy hafa svæðið enn á sínu valdi, þrátt fyrir að vera umkringdir af lögreglu.

Frá þessu er greint á vef BBC í morgun en þar segir að lögreglan hafi handtekið Bundy og fjóra fylgjendur hans í gær, þegar þeir voru stöðvaðir við umferðareftirlit. Einn þeirra særðist í aðgerðum lögreglunnar.

Þá voru þrír aðrir handteknir í aðskildum aðgerðum lögreglunnar og einn skotinn til bana.

Hópurinn komst í heimsfréttirnar 2. janúar síðastliðinn þegar hann hernam náttúruverndarsvæði í Oregon. Með hernáminu er hópurinn að mótmæla handtöku tveggja bænda, sem eru nú í fangelsi fyrir að brenna sinubruna á landi í eigu ríkisins.

Sjá einnig: Landsvæði í Oregon hernumið af vopnuðum mönnum

Hópurinn segir að ríkisstjórnin hafi áratugum saman stolið landi af bændum. Því hernámu þeir náttúruverndarsvæðið svo að bændur gætu flutt þangað og ræktað landið án afskipta ríkisstjórnarinnar.

Þrátt fyrir að forsprakki hópsins sé nú í haldi, búið sé að handtaka nokkra úr hópnum og einn sé látinn, er svæðið enn hernumið af hópnum. Fylgjendur Bundy eru enn á Malheur National Wildlife-friðlandinu og segjast ekki ætla að fara.

Alríkislögregla Bandaríkjanna, FBI, hefur nú lokað svæðið af og er hópurinn umkringdur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Framsóknarmenn styðji ÁTVR og forvarnir – „Atlaga Sjálfstæðisflokksins að ÁTVR er ævintýraleg“

Framsóknarmenn styðji ÁTVR og forvarnir – „Atlaga Sjálfstæðisflokksins að ÁTVR er ævintýraleg“
Fréttir
Í gær

Pálmatré raunhæft verkefni en aðeins eitt tré mun rísa

Pálmatré raunhæft verkefni en aðeins eitt tré mun rísa
Fréttir
Í gær

Ásdís Rán svaraði Heimi Má – „Ekki segja að ég geti það ekki, ég er hér núna“

Ásdís Rán svaraði Heimi Má – „Ekki segja að ég geti það ekki, ég er hér núna“
Fréttir
Í gær

Íslenska lögreglan tók niður síðu hjá rafmyntasvindlurum – Gætu fengið 20 ára fangelsi

Íslenska lögreglan tók niður síðu hjá rafmyntasvindlurum – Gætu fengið 20 ára fangelsi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Grænkerar harma auglýsingar forsetaframbjóðenda – „Borða pulsur úr gösuðum þjáðum svínum“

Grænkerar harma auglýsingar forsetaframbjóðenda – „Borða pulsur úr gösuðum þjáðum svínum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd