fbpx
Sunnudagur 25.maí 2025
433Sport

Mætir fyrrum liðsfélaga sínum í Messi en er hugmyndalaus: ,,Veit ekki hvernig við stöðvum hann“

Victor Pálsson
Miðvikudaginn 7. desember 2022 18:41

Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Frenkie de Jong, leikmaður Hollands, er með engin ráð fyrir liðið sem spilar við Argentínu á föstudag.

De Jong var spurður hvort hann gæti hjálpað Hollandi að stöðva Lionel Messi á HM en því miður er fátt um svör þar.

Messi er einn allra besti leikmaður sögunnar og þekkir De Jong vel en þeir voru um tíma saman hjá Barcelona.

,,Nei. Ég þekki hann en ég veit ekki hvernig á að stöðva hann,“ sagði De Jong í samtali við blaðamenn.

,,Hann hefur gert gæfumuninn í 15 ár og það er engin ein leið til að stöðva hann. Hann gerir yfirleitt það sama á æfingum.“

,,Við þurfum bara að stöðva hann sem lið. Ég hef ekki verið í neinu sambandi við hann og það er ekki á dagskránni. Við hittumst á föstudaginn.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Fyrrum leikmenn Manchester United tryggðu titilinn

Fyrrum leikmenn Manchester United tryggðu titilinn
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Leikmenn Liverpool valdir bestir á tímabilinu

Leikmenn Liverpool valdir bestir á tímabilinu
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Onana setti mjög óheppilegt met gegn Tottenham – Sá fyrsti í sögunni

Onana setti mjög óheppilegt met gegn Tottenham – Sá fyrsti í sögunni
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Á meiri möguleika á HM eftir komu Ancelotti

Á meiri möguleika á HM eftir komu Ancelotti