fbpx
Þriðjudagur 05.ágúst 2025
Pressan

Tveir norðurkóreskir unglingar teknir af lífi fyrir að horfa á suðurkóreskar kvikmyndir

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 7. desember 2022 21:00

Kim Jong-un sendir Rússum vopn og skotfæri.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þrír unglingspiltar, 16 og 17 ára, voru nýlega teknir af lífi í Norður-Kóreu. Tveir fyrir að hafa horft á og dreift suðurkóreskum kvikmyndum og sá þriðji fyrir að hafa drepið stjúpmóður sína.

Radio Free Asia skýrir frá þessu. Hefur miðillinn eftir heimildarmönnum að þegar aftökurnar áttu sér stað hafi embættismaður sagt að þeim sem horfa á suðurkóreskar myndir og þeim sem raski samfélagsró með morðum  verði ekki fyrirgefið og verði teknir af lífi.

Voru piltarnir skotnir til bana í Hyesan í október en það var ekki fyrr en fyrir nokkrum dögum sem fregnir um málið bárust út fyrir Norður-Kóreu.

Piltarnir eru sagðir hafa verið handteknir fyrir að hafa smyglað minnislyklum, með suðurkóreskum kvikmyndum, til landsins og fyrir að hafa reynt að selja þá. Hafa yfirvöld útsendara víða í samfélaginu og voru það einmitt slíkir útsendarar sem komu upp um piltana.

Radio Free Asia segir að íbúum í Hyesan hafi verið skipað að horfa á aftökurnar til að hræða þá frá að fremja svipuð afbrot.

Norðurkóresk yfirvöld óttast að suðurkóresk og vestræn menning hafi áhrif á íbúa landsins en reynt er að halda þeim algjörlega einangruðum frá umheiminum. Af þessum sökum er tekið hart á þeim sem dreifa erlendu myndefni og tónlist.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Er þetta nýjasta Airbnb-svindlið? – Grunsamlegar myndir sendar með bótakröfu

Er þetta nýjasta Airbnb-svindlið? – Grunsamlegar myndir sendar með bótakröfu
Pressan
Í gær

Móðir ráðvillt þegar tveggja ára sonur kvartar yfir sónarmynd – „Of hátt“

Móðir ráðvillt þegar tveggja ára sonur kvartar yfir sónarmynd – „Of hátt“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Segja að auðæfi skorti ekki í Afríku en það sé hins vegar eitt stórt vandamál

Segja að auðæfi skorti ekki í Afríku en það sé hins vegar eitt stórt vandamál
Pressan
Fyrir 4 dögum

Bandaríkin íhuga að vara við ferðum til Kína vegna útbreiðslu banvænnar veiru

Bandaríkin íhuga að vara við ferðum til Kína vegna útbreiðslu banvænnar veiru
Pressan
Fyrir 4 dögum

Harmleikur í Leeds: Kona grunuð um morð á þriggja ára barni

Harmleikur í Leeds: Kona grunuð um morð á þriggja ára barni
Pressan
Fyrir 4 dögum

Talsmaður Hvíta hússins blandar sér í auglýsingadramað – „Þeir eru komnir með nóg af þessu rugli“

Talsmaður Hvíta hússins blandar sér í auglýsingadramað – „Þeir eru komnir með nóg af þessu rugli“