fbpx
Mánudagur 20.maí 2024
Fréttir

Fjárkúgunarkæru gegn Hörpu vísað frá – „Ég er rosa ánægð“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 30. nóvember 2022 15:30

Mynd: Getty. Tengist frétt ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu hefur vísað frá kæru Íslensku Klíníkurinnar í Búdapest gegn Hörpu Snjólaugu Lúthersdóttur um tilraun til fjárkúgunar.

DV greindi frá málinu í haust. Hörpu og tannlæknastofuna greindi á um tannaðgerðir sem hún gekkst undir en Harpa segist hafa borið verulegan kostnað vegna meintra vanefnda stofunnar.

Sjá einnig: Íslenska Klíníkin kærir Hörpu Lúthersdóttur til lögreglu fyrir tilraun til fjárkúgunar

Í frétt DV lýsti Harpa meintum vanefndum stofunnar en Íslenska Klíníkin staðhæfir að Harpa beri sjálf ábyrgð á því sem aflaga fór, en stofan geti, vegna trúnaðarskyldu, ekki greint nánar frá málavöxtum.

Harpa stofnaði Facebook-síðuna „Íslenska Klíníkin í Búdapest – slæmar reynslusögur“ þar sem hún rakti meðferðarsöguna hjá stofunni og meint ámælisverð vinnubrögð Íslensku Klíníkurinnar.

Harpa og fulltrúi frá stofunni áttu í textaspjalli um hvað gera þyrfti til að Harpa tæki niður síðuna og léti af skrifunum. Á grunni þeirra samskipta var Harpa kærð fyrir tilraun til fjárkúgunar.

Hún komst að því fyrir skömmu að málinu hefði verið vísað frá. Hún segist ekki hafa verið boðuð í viðtal vegna kærunnar en hafi komist að frávísuninni er hún spurðist fyrir um stöðu málsins hjá Lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu.

„Ég er rosa ánægð,“ segir Harpa um þessi málalok.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Miklir fjárhagserfiðleikar hjá körfuknattleiksdeild UMFN

Miklir fjárhagserfiðleikar hjá körfuknattleiksdeild UMFN
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sviptingar í Landsrétti – Ákæru gegn látinni móður Jónasar James Norris vísað frá dómi

Sviptingar í Landsrétti – Ákæru gegn látinni móður Jónasar James Norris vísað frá dómi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lýsir yfir áhyggjum af vanþekkingu forsetaframbjóðenda

Lýsir yfir áhyggjum af vanþekkingu forsetaframbjóðenda
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þorgerður Katrín las Bjarna pistilinn: „Ég vil hvetja fólk til þess að skoða heimabankann hjá sér“

Þorgerður Katrín las Bjarna pistilinn: „Ég vil hvetja fólk til þess að skoða heimabankann hjá sér“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Langveik ung kona fékk liðsauka í barningi sínum við Sjúkratryggingar – Sögð hafa þurft samþykki stofnunarinnar fyrir aðgerð sem læknir sagði nauðsynlega

Langveik ung kona fékk liðsauka í barningi sínum við Sjúkratryggingar – Sögð hafa þurft samþykki stofnunarinnar fyrir aðgerð sem læknir sagði nauðsynlega
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Allir efstu sex forsetaframbjóðendurnir hafa djammað

Allir efstu sex forsetaframbjóðendurnir hafa djammað