fbpx
Miðvikudagur 29.október 2025
Eyjan

Sífellt fleiri Repúblikanar lýsa yfir andstöðu við Trump

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 30. nóvember 2022 08:05

Donald Trump vill ógilda stjórnarskrána. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það bætist sífellt í hóp fyrrum stuðningsmanna Donald Trump, fyrrum Bandaríkjaforseta, sem vinna gegn honum og áætlun hans um að verða forseti á nýjan leik.

Fyrrum varaforseti hans Mike Pence, fyrrum utanríkisráðherra hans Mike Pompeo, fyrrum dómsmálaráðherra hans William Barr og John Bolton, fyrrum þjóðaröryggisráðgjafi Trump, tilheyra allir þessum sístækkandi hóp. The Guardian skýrir frá þessu.

Aukin kraftur hefur færst í þennan hóp eftir að úrslit þingkosninganna fyrr í mánuðinum lágu fyrir. Repúblikanar áttu þá von á að vinna stórsigur en svo fór ekki.

„Það eru margar ástæður til að vera á móti Trump sem forsetaframbjóðanda en það sem ég heyri um allt land, þegar ég ræði við stuðningsfólk mína og aðra um það sem gerðist í kosningunum, er að mjög margir hafa slökkt á Trump í höfði sér,“ sagði Bolton.

Þeir sem gagnrýna Trump benda á að Repúblikanar hafi misst meirihlutann í fulltrúadeildinni 2018, meirihlutann í öldungadeildinni og forsetaembættið 2020 og hafi ekki náð meirihluta í öldungadeildinni á þessu ári.

„Ef við losnum við Trump getum við farið að vinna kosningar. Ef við höldum honum, höldum við áfram að tapa,“ sagði Paul Ryan, fyrrum forseti fulltrúadeildarinnar og Repúblikani, í samtali við ABC News.

Bolton sagðist hafa gert eigin skoðanakannanir sem hafi sýnt minni stuðning við Trump innan flokksins síðustu tvö ár. Hann segir að allt að helmingur kjósenda flokksins vilji fá nýtt andlit í forystu flokksins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

Benedikt Gíslason: Verðtryggingin þvælist fyrir bönkunum og vinnur gegn markmiðum Seðlabankans

Benedikt Gíslason: Verðtryggingin þvælist fyrir bönkunum og vinnur gegn markmiðum Seðlabankans
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigurður Hólmar skrifar: Treystum fólkinu sem veit hvað það er að gera

Sigurður Hólmar skrifar: Treystum fólkinu sem veit hvað það er að gera
Eyjan
Fyrir 1 viku

Benedikt Gíslason: Óvenjulegt að fá þrjú stór áföll í röð – yfirleitt líða áratugir á milli

Benedikt Gíslason: Óvenjulegt að fá þrjú stór áföll í röð – yfirleitt líða áratugir á milli
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Sigurður Ingi mun ekki víkja – gildir einu hvað Guðni hamast

Orðið á götunni: Sigurður Ingi mun ekki víkja – gildir einu hvað Guðni hamast
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Einar vill leiða lista Miðflokksins í Kópavogi

Einar vill leiða lista Miðflokksins í Kópavogi
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Snorri komst óheppilega að orði á Alþingi og reyndi að bjarga sér fyrir horn

Snorri komst óheppilega að orði á Alþingi og reyndi að bjarga sér fyrir horn