fbpx
Laugardagur 03.maí 2025
Pressan

ESB vill breyta reglum um vernd úlfa

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 3. desember 2022 19:00

Mynd úr safni. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þingmenn á þingi ESB hafa komist að þeirri niðurstöðu að það þurfi að breyta núverandi reglum um þá vernd sem úlfar njóta í ESB en þeir eru nú alfriðaðir. Stendur vilji þingsins til þess að einstök ríki geti framvegis stýrt stofnstærð úlfa.

Úlfum hefur fjölgað í Evrópu á síðustu árum en nú er komið að því að stöðva þá þróun eða að minnsta kosti hægja á henni.

Nýlega sendi þing ESB ályktun, sem meirihluti þingmanna samþykkti, til framkvæmdastjórnar sambandsins. Er lagt til að reglum um vernd sjaldgæfra rándýra verði breytt, úlfar falla þar undir.

Ástæðan fyrir þessu er að á ákveðnum svæðum í ESB hefur vaxandi fjöldi húsdýra verið drepin af úlfum og það er bændum dýrt.

Úlfar hafa verið alfriðaðir í ESB síðan 1992 og því má ekki drepa þá eða fanga lifandi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Trump hrósar Pútín: Auðveldari viðureignar en Zelensky

Trump hrósar Pútín: Auðveldari viðureignar en Zelensky
Pressan
Fyrir 2 dögum

16 ára piltur handtekinn vegna morðanna í Svíþjóð

16 ára piltur handtekinn vegna morðanna í Svíþjóð
Pressan
Fyrir 3 dögum

Handtekinn grunaður um nauðgun og morð fyrir 35 árum

Handtekinn grunaður um nauðgun og morð fyrir 35 árum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þýskur metsöluhöfundur myrtur í húsbát sínum

Þýskur metsöluhöfundur myrtur í húsbát sínum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Lýsir áfallinu þegar hún fékk símtalið: „Engin merki um að hún hefði þetta í hyggju“

Lýsir áfallinu þegar hún fékk símtalið: „Engin merki um að hún hefði þetta í hyggju“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hvað er að gerast í Evrópu? Heilu borgirnar án rafmagns á Spáni og í Portúgal

Hvað er að gerast í Evrópu? Heilu borgirnar án rafmagns á Spáni og í Portúgal