fbpx
Þriðjudagur 26.ágúst 2025
433Sport

Hazard og De Bruyne ekki sammála: Geta þeir sigrað HM? – ,,Getum unnið ef Eden Hazard er í toppformi“

Victor Pálsson
Sunnudaginn 27. nóvember 2022 11:24

Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eden Hazard, leikmaður Belgíu, segir að liðið geti unnið HM ef hann spilar sinn besta leik á HM í Katar.

Hazard hefur upplifað erfið undanfarin ár og er orðinn varamaður hjá Real Madrid þar sem spilatíminn er lítill.

Hazard spilaði 65 mínútur í 1-0 sigri gegn Kanada í fyrstu umferð og er vongóður þegar kemur að möguleikum Belga.

,,Því fleiri leikir sem ég spila því betri er ég. Þetta er undir mér komið að spila eins vel og´eg get. Ég vil koma því fram að ég er enn í frábæru standi og að Belgía geti unnið HM ef Eden Hazard er í toppformi.“

,,Mér líður vel. Ég spilaði 65 mínútur í fyrsta leiknum og spilaði vel en við getum gert betur sem lið.“

Kevin De Bruyne, liðsfélagi Hazard, var ekki á sama máli en hann segir að liðið sé alls ekki eins gott og fyrir fjórum árum.

De Bruyne tók ekki undir ummæli Hazard og telur að liðið eigi mun minni möguleika í dag en á HM 2018 í Rússlandi.

,,Okkar tækifæri var árið 2018, við erum með gott lið en það er í eldri kantinum. Við höfum misst mikilvæga leikmenn,“ sagði De Bruyne.

,,Við erum með nýja góða leikmenn en þeir eru ekki í sama gæðaflokki og árið 2018. Við erum ekki meðal þeirra sigurstranglegustu.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Heimsfrægur en tókst að fara huldu höfði í dulargervi í gær

Heimsfrægur en tókst að fara huldu höfði í dulargervi í gær
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Myndband af Kobbie Mainoo vekur athygli – Sagður skoða það að fara frá United á næstu dögum

Myndband af Kobbie Mainoo vekur athygli – Sagður skoða það að fara frá United á næstu dögum
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

United gerir ekki ráð fyrir því að Bruno fari á næstu dögum

United gerir ekki ráð fyrir því að Bruno fari á næstu dögum
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Grindvíkingar mokuðu inn tæpum fjórum milljónum um helgina

Grindvíkingar mokuðu inn tæpum fjórum milljónum um helgina
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Örvar skaut Stjörnunni í titilbaráttu á meðan KR daðrar við falldrauginn

Örvar skaut Stjörnunni í titilbaráttu á meðan KR daðrar við falldrauginn
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Everton staðfestir kaup á Dibling – Kostar slatta og gerir fjögurra ára samning

Everton staðfestir kaup á Dibling – Kostar slatta og gerir fjögurra ára samning
433Sport
Í gær

Ronaldo og félagar vonast til að skáka United

Ronaldo og félagar vonast til að skáka United
433Sport
Í gær

Úlfarnir höfnuðu stóru tilboði í dag

Úlfarnir höfnuðu stóru tilboði í dag