fbpx
Fimmtudagur 28.ágúst 2025
Pressan

Danmörk – Ætlaði að fremja fjöldamorð

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 25. nóvember 2022 08:00

Danskir lögreglumenn við skyldustörf. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Að kvöldi 22. ágúst var 18 ára piltur handtekinn af dönsku lögreglunni. Hann hefur setið í gæsluvarðhaldi síðan. Málið hefur farið mjög hljótt og lögreglan hefur reynt allt til að halda því leyndu því um mjög alvarlegt mál er að ræða.

En nú hefur B.T. komist á snoðir um það. Segir miðillinn að lögreglan telji að pilturinn hafi ætlað að fremja fjöldamorð á opinberum stað í Værløse. Stað sem mörg hundruð manns fara um daglega. Er hann sagður hafa ætlað að nota skotvopn við ódæðisverkið.

Um sex vikum áður skaut andlega veikur maður þrjá einstaklinga til bana í verslunarmiðstöðinni Field‘s á Amager. Sjö særðust.

Lögreglan hefur ekki viljað tjá sig um málið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Hjón eiga yfir höfði sér lífstíðarfangelsi eftir að 11 ára dóttir þeirra fæddi barn

Hjón eiga yfir höfði sér lífstíðarfangelsi eftir að 11 ára dóttir þeirra fæddi barn
Pressan
Fyrir 2 dögum

Afmyndaður eftir fólskulega árás í Þýskalandi – Skipti sér af þegar tveir karlar áreittu konu

Afmyndaður eftir fólskulega árás í Þýskalandi – Skipti sér af þegar tveir karlar áreittu konu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Pólitísk sprengja – Leigumorðingi átti að drepa hund og svikull milljarðamæringur sem vill verða forsætisráðherra

Pólitísk sprengja – Leigumorðingi átti að drepa hund og svikull milljarðamæringur sem vill verða forsætisráðherra
Pressan
Fyrir 4 dögum

Héldu að hún hefði orðið raðmorðingja að bráð – Sannleikurinn leyndist í fataskáp

Héldu að hún hefði orðið raðmorðingja að bráð – Sannleikurinn leyndist í fataskáp