fbpx
Sunnudagur 28.apríl 2024
433Sport

Ronaldo að færast nær Mið-Austrinu? – Tilboðið ekki ólíkt því sem barst í sumar

Helgi Sigurðsson
Fimmtudaginn 24. nóvember 2022 14:30

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Cristiano Ronaldo er æ meira orðaður við Sádi-Arabíu, nánar til tekið Al-Nassr þar í landi.

Samningi hins 37 ára gamla Ronaldo við Manchester United var rift á dögunum. Hann hafði farið í umdeilt viðtal við Piers Morgan, eins og flestir kannast við. Eftir það var nokkuð ljóst að engin endurkomuleið væri fyrir hann á Old Trafford.

Nú segir Daily Mirror frá því að Al-Nassr hafi boðið honum svakalegan samning. Það einfaldar auðvitað málið að Ronaldo er nú laus allra mála á Englandi.

Samkvæmt blaðinu er tilboðið ekki allt of fjarri því sem Ronaldo barst frá öðru sádi-arabísku liði í sumar. Þá var honum boðinn samningur sem í heildina hefði gefið honum yfir 300 milljónir punda.

Nú einbeitir Ronaldo sér að portúgalska landsliðinu. Liðið hefur leik á Heimsmeistaramótinu í Katar seinna í dag. Þar mætir Portúgal liði Gana klukkan 16 að íslenskum tíma.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Enn einn Snapchat-perrinn
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Gerir risasamning við Pepsi og fær yfir 200 milljónir

Gerir risasamning við Pepsi og fær yfir 200 milljónir
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Sjáðu myndbandið umtalaða – Klopp og Salah rifust á hliðarlínunni

Sjáðu myndbandið umtalaða – Klopp og Salah rifust á hliðarlínunni
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Liverpool gæti þurft að borga allt að 13 milljónir – Margir að kveðja félagið

Liverpool gæti þurft að borga allt að 13 milljónir – Margir að kveðja félagið
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Staðfestir viðræður við nýjan þjálfara – ,,Held að ákvörðun verði tekin í næstu viku“

Staðfestir viðræður við nýjan þjálfara – ,,Held að ákvörðun verði tekin í næstu viku“