fbpx
Miðvikudagur 30.apríl 2025
Eyjan

Áfall fyrir Trump – Hæstiréttur heimilar afhendingu skattskýrslna hans

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 23. nóvember 2022 08:02

Trump tjáði sig að sjálfsögðu um þetta .Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hæstiréttur Bandaríkjanna kvað upp úr um það í gær að rannsóknarnefnd fulltrúadeildar þingsins fái skattskýrslur Donald Trump, fyrrum forseta, afhentar. Niðurstaðan er mikill ósigur fyrir Trump sem hefur barist gegn afhendingu skýrslnanna með kjafti og klóm. Hann heldur því fram að krafan um að nefndin fái skýrslurnar sé byggð á pólitískum grunni.

Lögmenn Trump höfðu beðið hæstarétt um hraða meðferð málsins til að koma í veg fyrir að skattskýrslurnar verði afhentar.

Undirréttur hafði áður úrskurðað að rannsóknarnefndin ætti að fá skýrslurnar afhentar.

Þetta mál er aðeins eitt af mörgum sem Trump tekst á við þessa dagana, á sama tíma og hann sækist eftir að verða forsetaframbjóðandi Repúblikanaflokksins 2024.

Richard Neal, formaður rannsóknarnefndarinnar, sagði að málið sé yfir pólitík hafið og nú muni nefndin halda áfram því eftirlitsstarfi sem hún hafi reynt að sinna í þrjú og hálft ár.

Repúblikanar tryggðu sér meirihluta í fulltrúadeildinni í nýafstöðnum kosningum en nýtt þing tekur ekki við fyrr en í janúar og þar með geta þeir ekki hindrað starf rannsóknarnefndarinnar fyrr en þá.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Dýralæknar, starfseiður þeirra og blóðmerahaldið

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Dýralæknar, starfseiður þeirra og blóðmerahaldið
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ásmundur sendir flokksfélögum sínum pillu – „Forystan hér í bæ kom mér út af listanum“

Ásmundur sendir flokksfélögum sínum pillu – „Forystan hér í bæ kom mér út af listanum“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Hanna Katrín Friðriksson: Landbúnaður getur blómstrað – má ekki víkja um of frá lögmálum markaðarins

Hanna Katrín Friðriksson: Landbúnaður getur blómstrað – má ekki víkja um of frá lögmálum markaðarins
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Margir vilja Guðlaug Þór í forystu í borginni – út með alla núverandi borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins

Orðið á götunni: Margir vilja Guðlaug Þór í forystu í borginni – út með alla núverandi borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins
Eyjan
Fyrir 1 viku

Hanna Katrín: Veiðigjöld eiga ekki að byggja á innanhússverði hjá fiskvinnslu og veiðum sem eru undir sama hatti

Hanna Katrín: Veiðigjöld eiga ekki að byggja á innanhússverði hjá fiskvinnslu og veiðum sem eru undir sama hatti
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Egill afi og Grettir taka stúdentinn

Óttar Guðmundsson skrifar: Egill afi og Grettir taka stúdentinn