fbpx
Þriðjudagur 26.ágúst 2025
Fréttir

Sannkallað helvíti – „Ég hef aldrei séð neitt þessu líkt“

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 17. nóvember 2022 07:06

Sérfræðingur leitar að sprengjum í Kherson í Úkraínu. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Vegir, brýr, hús, byggingar. Allt. Við finnum stöðugt jarðsprengjur. Ég hef aldrei séð neitt þessu líkt.“

Þetta sagði úkraínskur hermaður að nafni Oleksandr Valeriiovych í samtali við The Guardian um það jarðsprengjuhelvíti sem Vladímír Pútín, Rússlandsforseti, lét hermenn sína koma upp í Kherson. Sagði Valeriiovych að Rússar hafi sett jarðsprengjur alls staðar þar sem það var hægt.

Meðfram mörgum þeirra vega sem liggja til borgarinnar Kherson, sem er höfuðborg samnefnd héraðs, eru sérfræðingar búnir að setja upp merki um að jarðsprengjur séu í vegkantinum.

The Guardian segir að svæðið sé eitt stórt jarðsprengjusvæði, hvergi í Úkraínu séu fleiri jarðsprengjur og kannski hvergi í heiminum.

Margir óbreyttir borgarar hafa orðið fyrir því að stíga á jarðsprengjur eða aka á þær.

Úkraínsk yfirvöld segja að Rússar hafi notað svokallaðar „fiðrilda jarðsprengjur“  en notkun þeirra er bönnuð samkvæmt alþjóðasamningum. Þær eru þekktar fyrir að springa og drepa óbreytta borgara löngu eftir að stríðsátökum lýkur. Þær hafa reynst börnum sérstaklega hættulegar því þær líkjast leikföngum.

Yfirmaður úkraínsku sprengjuleitarsveitanna sagði í samtali við The Guardian að á meðan Rússar voru að skipuleggja brotthvarf sitt frá Kherson hafi þeir gefið sér tíma til að grafa jarðsprengjur niður.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Segir að Ágúst Ólafur verði yfirfrakki Samfylkingar á ráðherra Flokks fólksins – „Algjör nýlunda“

Segir að Ágúst Ólafur verði yfirfrakki Samfylkingar á ráðherra Flokks fólksins – „Algjör nýlunda“
Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

María Sjöfn lagði ríkið fyrir Mannréttindadómstólnum – Kærði sambýlismann fyrir ofbeldi en málið fyrntist

María Sjöfn lagði ríkið fyrir Mannréttindadómstólnum – Kærði sambýlismann fyrir ofbeldi en málið fyrntist
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Halla bendir á svívirðilegt óréttlæti – „Nýta sér skólana og fá sorpþjónustu eins og almennt launafólk, en leggja ekkert af mörkum“

Halla bendir á svívirðilegt óréttlæti – „Nýta sér skólana og fá sorpþjónustu eins og almennt launafólk, en leggja ekkert af mörkum“
Fréttir
Í gær

Nýtt ofurflugskeyti Úkraínumanna dregur til Moskvu

Nýtt ofurflugskeyti Úkraínumanna dregur til Moskvu
Fréttir
Í gær

Rússland sagt ramba á barmi bensínkrísu

Rússland sagt ramba á barmi bensínkrísu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mikil reiði eftir að dönsk yfirvöld tóku nýfædda dóttur af grænlenskri móður á grundvelli umdeilds prófs

Mikil reiði eftir að dönsk yfirvöld tóku nýfædda dóttur af grænlenskri móður á grundvelli umdeilds prófs