fbpx
Laugardagur 23.ágúst 2025
433Sport

Ronaldo var næstum hættur vegna eineltis – Réði ekki við tilfinningarnar þegar þeir stríddu honum vegna hreimsins

Helgi Fannar Sigurðsson
Fimmtudaginn 10. nóvember 2022 11:00

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Cristiano Ronaldo var nálægt því að hætta í knattspyrnu er hann var leikmaður í akademíu Sporting í heimalandinu, Portúgal, sökum eineltis. Þetta kemur fram í nýrri bók: Messi vs Ronaldo: One Rivalry, Two GOATs, and the Era That Remade the World’s Game.

Aðeins 18 ára gamall fór Ronaldo frá Sporting til Manchester United á tólf milljónir punda. Líf hans hefði þó getað þróast allt öðruvísi.

Samkvæmt bókinni vildi Ronaldo um tíma hætta í fótbolta, er hann var í akademíu Sporting, sökum eineltis.

Þar kemur fram að aðrir strákar í liði hans hafi gert grín að hreimi leikmannsins. Hann var uppalinn á Madeira en Sporting er staðsett í höfuðborginni, Lissabon.

Þá kemur fram að Ronaldo hafi grátið alla daga þar sem hann saknaði fjölskyldu sinnar og vina, en hann var aðeins tólf ára gamall þegar hann fór til Sporting.

Í bókinni segir einnig að Ronaldo hafi átt erfitt með að hafa stjórn á tilfinningum sínum. Varð það til þess að hann slóst oft við aðra stráka í liðinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

England: Tottenham náði í frábæran sigur á Etihad

England: Tottenham náði í frábæran sigur á Etihad
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Stjóri Brentford um Wissa: ,,Hann skuldar mér“

Stjóri Brentford um Wissa: ,,Hann skuldar mér“
433Sport
Í gær

Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn

Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn
433Sport
Í gær

Sjáðu ótrúlegt mark í bikarúrslitunum

Sjáðu ótrúlegt mark í bikarúrslitunum