fbpx
Fimmtudagur 21.ágúst 2025
Pressan

Dularfull uppgötvun í pólskum helli – „Þetta er rosalega spennandi“

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 10. nóvember 2022 06:08

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á sjöunda áratugnum fundu vísindamenn verkfæri úr steini í helli einum í Póllandi. Þetta vakti svo sem ekki neina sérstaka athygli á sínum tíma. Talið var að verkfærin væru 12.000 til 40.000 ára gömul og að nútímamenn, Homo sapiens, hefðu gert þau.

En nú hefur ný rannsókn á þessum verkfærum kollvarpað þessu og þykja niðurstöður hennar mjög spennandi. Samkvæmt nýju rannsókninni þá eru verkfærin 450.000 til 550.000 ára gömul. Videnskab skýrir frá þessu.

Þetta er mjög merkilegt því þetta þýðir að verkfærin voru gerð áður en nútímamaðurinn kom fram á sjónarsviðið og þar að auki löngu áður en hann kom til Evrópu.

Peter C. Kjærgaard, prófessor í þróunarsögu og safnstjóri danska náttúrugripasafnsins, sagði að tímabilið, sem verkfærin eru frá, sé gríðarlega spennandi hvað varðar sögu mannkynsins. Um leið sé það eitt þeirra tímabila sem minnst er vitað um.

Nýja rannsóknin sýnir að það voru ekki nútímamenn sem gerðu verkfærin því þeir komu ekki fram á sjónarsviðið fyrr en fyrir um 300.000 árum. Um 55.000 ár eru síðan fyrstu nútímamennirnir settust að í Evrópu.

Þetta þýðir auðvitað að þeir sem gerðu verkfærin hafa verið af annarri tegund manna, Homo heidelbergensis sem var líklega forfaðir Homo sapiens og forfaðir neanderdalsmanna að sögn Kjærgaard.

Talið er að fyrstu heidelbergensis mennirnir hafi komið fram á sjónarsviðið í Afríku fyrir um 600.000 árum en það er þó ekki vitað með vissu og sumir vísindamenn telja að þeir hafi komið enn fyrr fram. Vitað er með vissu að þeir voru komnir til Evrópu fyrir um 500.000 árum.

Út frá þeim heidelbergensis, sem fóru frá Afríku til Evrópu, urðu neanderdalsmenn til en Homo sapiens varð til út frá þeim heidelbergensis sem urðu eftir í Afríku.

Talið er að Homo heidelbergensis hafi dáið út fyrir um 200.000 árum. Það þýðir að tegundin var til á sama tíma og Homo sapiens. Ekki er vitað hvort og þá hvernig samskipti tegundanna voru að sögn Kjærgaard.

Hann sagði að þetta sé mjög spennandi uppgötvun og að á næstu árum munum við vonandi öðlast meiri þekkingu á Homo heidelbergensis. „Þetta er rosalega spennandi. Þetta er gat í sögu mannkynsins sem við erum loksins að fara að fylla út í,“ sagði hann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Rekinn eftir samlokuárás

Rekinn eftir samlokuárás
Pressan
Í gær

Heimsóknum Breta á klámsíður hefur fækkað mikið – Eða hvað?

Heimsóknum Breta á klámsíður hefur fækkað mikið – Eða hvað?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Félagsráðgjafinn lifði einmanalegu lífi – Ótrúlegt leyndarmál hans var afhjúpað að honum látnum

Félagsráðgjafinn lifði einmanalegu lífi – Ótrúlegt leyndarmál hans var afhjúpað að honum látnum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Svona oft á að viðra hundinn að sögn dýralæknis

Svona oft á að viðra hundinn að sögn dýralæknis
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ónæmi gegn ofurbakteríum getur kostað 220 milljarða árlega

Ónæmi gegn ofurbakteríum getur kostað 220 milljarða árlega
Pressan
Fyrir 3 dögum

Neikvæðar hugsanir eru slæmar fyrir líkamann

Neikvæðar hugsanir eru slæmar fyrir líkamann