fbpx
Miðvikudagur 30.apríl 2025
433Sport

HM-sendiherra Katar segir samkynhneigð vera andlegan skaða – Myndband

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 9. nóvember 2022 07:02

Frá vígslu Al Wakrah sem verður leikið á á HM2022. Mynd: EPA-EFE/Noushad Thekkayil

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Allir eru velkomnir á HM í knattspyrnu í Katar. Þetta hefur Alþjóða knattspyrnusambandið FIFA sagt frá því að ákveðið var að halda mótið í Katar. Hefur þar engu skipt að samkvæmt lögum í Katar er samkynhneigð bönnuð.

Í gær var Khalid Salman, sérstakur HM-sendiherra Katar, spurður út í þetta þetta þegar hann ræddi við þýsku sjónvarpsstöðina ZDF og er óhætt að segja að svar hans sé ekki í samræmi við þessar yfirlýsingar FIFA. Hefur upptaka af þessum ummælum hans farið víða í netheimum síðasta sólarhringinn.

„Fólk neyðist til að sætta sig við reglurnar hér í landinu. Samkynhneigð er haram (bönnuð, innsk. blaðamanns). Veist þú hvað haram þýðir?“ sagði Salman sem er fyrrum landsliðsmaður Katar.

Síðan hélt hann áfram og sagði: „Og af hverju er þetta haram? Af því að þetta er andlegur skaði.“

Þegar hér var komið við sögu lauk viðtalinu því embættismaður blandaði sér í málið og dró Salman á brott.

Hér fyrir neðan er hægt að sjá upptöku af viðtalinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Situr undir hótunum frá hátt settum aðilum eftir að hafa sagt frá spillingu sem tengdist sjónvarpssamningi

Situr undir hótunum frá hátt settum aðilum eftir að hafa sagt frá spillingu sem tengdist sjónvarpssamningi
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Börsungar tilbúnir að taka Rashford en munu ekki borga uppsett verð

Börsungar tilbúnir að taka Rashford en munu ekki borga uppsett verð
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Mourinho vill versla frá Liverpool í sumar

Mourinho vill versla frá Liverpool í sumar
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Var talinn á leið til Manchester en gæti nú endað í Liverpool

Var talinn á leið til Manchester en gæti nú endað í Liverpool
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Tekur á sig launalækkun og hafnar því að fá yfir helmingi meira í Sádí

Tekur á sig launalækkun og hafnar því að fá yfir helmingi meira í Sádí
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Öflugur sigur hjá U16 ára landsliðinu

Öflugur sigur hjá U16 ára landsliðinu
433Sport
Í gær

Saliba efstur á óskalista Real Madrid í sumar – Skoða líka tvo miðjumenn sem spila á Englandi

Saliba efstur á óskalista Real Madrid í sumar – Skoða líka tvo miðjumenn sem spila á Englandi
433Sport
Í gær

FH staðfestir komu Dags Fjeldsted frá Breiðablik – Hafa forkaupsrétt í lok tímabils

FH staðfestir komu Dags Fjeldsted frá Breiðablik – Hafa forkaupsrétt í lok tímabils