fbpx
Sunnudagur 10.ágúst 2025
Fréttir

Íslensk kona lést af völdum Creutzfeldt-Jakob sjúkdómsins

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 8. nóvember 2022 07:35

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íslensk kona á sextugsaldri lést úr hinum mjög svo sjaldgæfa Creutzfeldt-Jakob sjúkdómi (CJS) í október. Þetta er ólæknandi taugasjúkdómur sem leggst aðallega á fólk yfir miðjum aldri. Smitleiðir hans eru ekki þekktar.

Fréttablaðið skýrir frá þessu í dag og hefur eftir Önnu Margréti Halldórsdóttur, yfirlækni á sóttvarnasviði Embættis landlæknis, að embættinu hafi borist tilkynning um andlát konunnar. Einnig hafi borist upplýsingar frá Landspítalanum um tvo aðra einstaklinga sem létust af völdum sjúkdómsins, annar 2020 og hinn 2007.

Hún sagði að sjúkdómurinn sé príon sjúkdómur í flokki sjúkdóma sem nefnist „transmissible spongiform encephalopathy (TSE)“.

Hún sagði að hefðbundinn CJS tengist ekki kúariðu eins og afbrigði hans, CJD.

Hún sagði að CSJ sé mjög sjaldgæfur en nýgengi hans er talið vera 0,5 til 1,5 á hverja eina milljón einstaklinga á ári. Flest tilfellin koma tilviljanakennt upp án þess að vitað sé hver smitleiðin er. Einnig er til sjaldgæft arfgengt form af sjúkdómnum.

Sjúkdómurinn er ólæknandi en hann veldur hraðvaxandi heilabilun og dregur sjúklinga til dauða á skömmum tíma.

Hægt er að lesa nánar um málið í Fréttablaðinu í dag.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vilhjálmur segir að þessi aðgerð geti lækkað vexti á Íslandi hratt – Hafa stjórnvöld kjarkinn?

Vilhjálmur segir að þessi aðgerð geti lækkað vexti á Íslandi hratt – Hafa stjórnvöld kjarkinn?
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hlutfallslega miklu fleiri erlendir ríkisborgarar á Íslandi en öðrum Norðurlöndum

Hlutfallslega miklu fleiri erlendir ríkisborgarar á Íslandi en öðrum Norðurlöndum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Allt á suðupunkti eftir að Ísraelsmenn tilkynntu að þeir ætli að taka yfir Gaza

Allt á suðupunkti eftir að Ísraelsmenn tilkynntu að þeir ætli að taka yfir Gaza
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sérfræðingur veltir fyrir sér hvort þetta sé arftaki Pútíns

Sérfræðingur veltir fyrir sér hvort þetta sé arftaki Pútíns
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Íslenskir neytendur óskuðu eftir endurgreiðslu vegna flugs – Áttuðu sig síðan á þessum mistökum

Íslenskir neytendur óskuðu eftir endurgreiðslu vegna flugs – Áttuðu sig síðan á þessum mistökum
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Lögreglan rifjar upp rán í Útvegsbanka árið 1975 – Einn ræningjanna létti á samvisku sinni í sumar

Lögreglan rifjar upp rán í Útvegsbanka árið 1975 – Einn ræningjanna létti á samvisku sinni í sumar
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Segir samráðsleysi við íbúa Ölfuss algjört – „Þögn er sama og samþykki“

Segir samráðsleysi við íbúa Ölfuss algjört – „Þögn er sama og samþykki“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Ragnar segir fólk flykkjast í Reynisfjöru: „Þetta hefur alltaf verið svona þegar verður slys“

Ragnar segir fólk flykkjast í Reynisfjöru: „Þetta hefur alltaf verið svona þegar verður slys“