fbpx
Fimmtudagur 08.maí 2025
Fréttir

Bandaríkjamenn hafa fundað leynilega með Rússum

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 7. nóvember 2022 10:45

Biden og Pútín hittust fyrir nokkrum árum. Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Til að reyna að koma í veg fyrir að stríðið í Úkraínu verði enn harðara og breiðist út hafa bandarísk stjórnvöld að sögn fundað leynilega með háttsettum rússneskum embættismönnum.

Wall Street Journal skýrir frá þessu. Fram kemur að á nokkurra mánaða tímabili hafi Jake Sullivan, þjóðaröryggisráðgjafi Joe Biden forseta, og fleiri háttsettir bandarískir embættismenn átt marga leynilega fundi með háttsettum rússneskum embættismönnum.

Með fundunum hafa þeir reynt að koma í veg fyrir að átökin harðni og breiðist jafnvel út og einnig hafa þeir varað Rússa við því að nota gjöreyðingarvopn og gert þeim grein fyrir hvaða afleiðingar það muni hafa, að Bandaríkin muni þá ekki sitja aðgerðalaus á hliðarlínunni.

Sullivan er sagður hafa rætt við Yuri Ushakov, sem er aðalráðgjafi Vladímír Pútíns í utanríkismálum, og Nikolai Patrushev, sem er formaður rússneska þjóðaröryggisráðsins.

Engar upplýsingar liggja fyrir um árangurinn af þessum fundum því bandarísk yfirvöld viðurkenna ekki opinberlega að þeir hafi átt sér stað.

Rússar vilja heldur ekki staðfesta að þessir fundir hafi átt sér stað.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

CIA með nýtt „vopn“ – Reyna að lokka Kínverja til að snúa baki við Xi Jinping – Myndband

CIA með nýtt „vopn“ – Reyna að lokka Kínverja til að snúa baki við Xi Jinping – Myndband
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Sviðsmynd rússneskrar árásar á NATÓ vekur mikla athygli – „Ég vil ekki eiga þriðju heimsstyrjöldina á hættu vegna lítils bæjar í Eistlandi“

Sviðsmynd rússneskrar árásar á NATÓ vekur mikla athygli – „Ég vil ekki eiga þriðju heimsstyrjöldina á hættu vegna lítils bæjar í Eistlandi“
Fréttir
Í gær

KAPP og Loðnuvinnslan skrifa undir viljayfirlýsingu um nýja uppsjávarvinnslu 

KAPP og Loðnuvinnslan skrifa undir viljayfirlýsingu um nýja uppsjávarvinnslu 
Fréttir
Í gær

Fjórir menn ákærðir fyrir að frelsissvipta og misþyrma unglingi – Var pyntaður með rafmagnsvopni

Fjórir menn ákærðir fyrir að frelsissvipta og misþyrma unglingi – Var pyntaður með rafmagnsvopni