fbpx
Föstudagur 17.október 2025
Fréttir

Vestrænar vopnageymslur eru að tæmast vegna stríðsins í Úkraínu

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 7. nóvember 2022 05:30

Breskur hemaður þjálfar úkraínska hermenn í notkun Javelinflauga. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eftir átta mánaða langt stríð í Úkraínu eru vestrænar vopnageymslur farnar að tæmast. Það getur að lokum orðið til þess að Úkraínumenn hafi færri vopn til að berjast með gegn rússneska innrásarhernum.

Meðal þeirra vopna sem Úkraínumenn notuðu til að koma í veg fyrir að Rússar næðu Kyiv á sitt vald voru Javelin skriðdrekavarnarflaugar. Eftir nokkurra vikna tilraunir til að ná Kyiv á sitt vald urðu Rússar að gefast upp og hörfa.

Bandaríkjamenn fluttu Javelinflaugar til Evrópu í stórum stíl en fram að þessu hafa Úkraínumenn fengið um 7.000 slíkar flaugar eða um þriðjung þess sem Bandaríkin áttu þegar stríðið braust út. Þetta sagði Joakim Paasikvi, yfirlautinant við sænska varnarmálaskólann, í samtali við Sænska ríkisútvarpið.

Hugveitan Stimson Center segir að Úkraína hafi fengið 8.500 Javelinflaugar.

Þær eru framleiddar af Raytheon og Lockheed Martin sem segjast þurfa þrjú til fjögur ár til að framleiða þennan fjölda. Fyrirtækin geta framleitt um 2.000 flaugar á ári en geta tvöfaldað framleiðsluna en þá mun það samt sem áður taka um tvö ár að framleiða um 8.000 flaugar.

Norska ríkisútvarpið segir að Javelinflaugarnar séu bara eitt dæmi um að vestrænar vopnageymslur séu farnar að tæmast og hefur eftir Tom Røseth, kennara við norska varnarmálaskólann, að meira hafi verið notað af vopnum í stríðinu en hafi verið framleitt. Sum ríki hafi gefið Úkraínu allt að helming ákveðinna vopnategunda sem þau eiga.

Í flestum ríkjum er því haldið leyndu hversu mikið hefur verið sent til Úkraínu og hversu mikið vantar í vopnageymslurnar.  Røseth sagði að vopnaframleiðendur eigi fullt í fangi með að fylla á vopnageymslurnar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Enn þúsundir bíla með hættulega loftpúða á íslenskum götum

Enn þúsundir bíla með hættulega loftpúða á íslenskum götum
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Yfirmaður um ástandið á bráðamóttökunni – „Við getum auðvitað ekki sagt þeim að bíða úti á plani“

Yfirmaður um ástandið á bráðamóttökunni – „Við getum auðvitað ekki sagt þeim að bíða úti á plani“
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Stofnuðu Viðreisn á Vestfjörðum – Hugur í fundarfólki á Dokkunni í gær

Stofnuðu Viðreisn á Vestfjörðum – Hugur í fundarfólki á Dokkunni í gær
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Sverrir gerir stólpagrín að tillögu Höllu Hrundar – „Orðinn dauðþreyttur á því að þessi sjálfumglöðu gamalmenni fái að njóta lífsins í ellinni!“

Sverrir gerir stólpagrín að tillögu Höllu Hrundar – „Orðinn dauðþreyttur á því að þessi sjálfumglöðu gamalmenni fái að njóta lífsins í ellinni!“
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Viðskiptavinir Varðar nú tryggðir á meðgöngu og í fæðingu

Viðskiptavinir Varðar nú tryggðir á meðgöngu og í fæðingu