fbpx
Þriðjudagur 04.nóvember 2025
Pressan

FBI varar við – Telur árás yfirvofandi

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 4. nóvember 2022 08:00

Merki FBI. Mynd: EPA/MICHAEL REYNOLDS

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandaríska alríkislögreglan FBI sendi í gær frá sér viðvörun vegna yfirvofandi árásar. Segist FBI hafa fengið trúverðugar upplýsingar um „víðtæka ógn sem steðji að bænahúsum gyðinga“ í New Jersey.

ABC News skýrir frá þessu og segir að FBI hafi skýrt frá þessu á Twitter og beðið alla um að vera á varðbergi. Segir FBI að frekari upplýsingar verði birtar um leið og það sé hægt.

Ekki kemur fram hvernig ógn er um að ræða en heimildarmenn innan lögreglunnar sögðu ABC News að ekki væri um sprengjuhótanir að ræða.

Heimildarmaður innan lögreglunnar sagði CNN að andgyðingleg umræða á spjallrás, sem öfgamenn nota mikið, hafi orðið til þess að FBI sendi viðvörunina frá sér.

Phil Murphy, ríkisstjóri í New Jersey, segist fylgjast náið með málinu og að í samvinnu við lögregluna sé unnið að því að vernda kirkjur, bænahús gyðinga og aðra samkomustaði trúarhópa.

Samkvæmt því sem samtökin Anti-Defamation League, sem vinna að réttindamálum gyðinga, segja þá fjölgaði tilfellum þar sem veist er að gyðingum á einn eða annan hátt mikið frá 2015 til 2021 og hafi tilfellin verið orðin þrisvar sinnum fleiri 2021 en þau voru 2015.

Mannskæðasta árásin á gyðinga í Bandaríkjunum var gerð í Pittsburg 2018. Þá voru 11 manns myrtir í bænahúsi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Foreldrar fá að sjá nöfn og myndir af dæmdum níðingum

Foreldrar fá að sjá nöfn og myndir af dæmdum níðingum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Játaði til að vernda kærustuna sem svo sveik hana – „Þetta var rosaleg ást, er það ekki? Hún var banvæn“

Játaði til að vernda kærustuna sem svo sveik hana – „Þetta var rosaleg ást, er það ekki? Hún var banvæn“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Bandaríkjamenn íhuga að banna vinsælan netbeini – Ástæðan er þessi

Bandaríkjamenn íhuga að banna vinsælan netbeini – Ástæðan er þessi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Rifjaði upp sögu af því þegar Andrés keypti sér 40 vændiskonur á fjórum dögum í Taílandi

Rifjaði upp sögu af því þegar Andrés keypti sér 40 vændiskonur á fjórum dögum í Taílandi
Pressan
Fyrir 5 dögum

Neita að svara spurningum um einkasamkvæmi fjölskyldumeðlima í embættisbústaðnum og gagnrýna fréttaflutning harðlega

Neita að svara spurningum um einkasamkvæmi fjölskyldumeðlima í embættisbústaðnum og gagnrýna fréttaflutning harðlega
Pressan
Fyrir 5 dögum

Trump harðlega gagnrýndur fyrir framkvæmd og útfærslu viðhafnarsalarins – Rak nefndina sem átti að skila umsögn

Trump harðlega gagnrýndur fyrir framkvæmd og útfærslu viðhafnarsalarins – Rak nefndina sem átti að skila umsögn