fbpx
Mánudagur 11.ágúst 2025
Pressan

New York greiðir tveimur mönnum 36 milljónir dollara – Voru ranglega sakfelldir fyrir morðið á Malcom X

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 6. nóvember 2022 18:00

Malcolm X. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Borgaryfirvöld í New York og yfirvöld í New York ríki hafa fallist á að greiða 36 milljónir dollara til Muhammad Aziz, sem er nú 84 ára, og erfingja Khalil Islam, sem lést 2009, vegna rangrar dómsniðurstöðu. Þeir voru fundnir sekir um morðið á Malcom X árið 1965.

Borgaryfirvöld hafa samþykkt að greiða 26 milljónir dollara vegna sakfellingarinnar, sem var röng, og yfirvöld í New York ríki munu greiða 10 milljónir. David Shanies, lögmaður Aziz og Islam, staðfesti þetta að sögn The Guardian. Hann sagði að tvímenningarnir og fjölskyldur þeirra hafi þjáðst vegna rangra sakfellinga þeirra fyrir rúmlega hálfri öld.

Hann sagði að samkomulagið sendi þau skilaboð að misferli af hálfu lögreglunnar og saksóknara valdi miklu tjóni og að það verði að vera á varðbergi og leiðrétta óréttlæti.

Dómari á Manhattan felldi dómana yfir Aziz og Islam úr gildi á síðasta ári í kjölfar þess að saksóknarar sögðu að ný sönnunargögn sýndi að vitnum hefði verið hótað og mikilvægum sönnunargögnum hefði verið haldið frá málarekstrinum.

Aziz og Islam, sem héldu fram sakleysi sínu alla tíð, fengu reynslulausn á níunda áratugnum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Gerðu óhugnanlega uppgötvun undir húsinu – Konan vill klára húsið en karlinn er búinn að lofa hrekkjavökupartýi

Gerðu óhugnanlega uppgötvun undir húsinu – Konan vill klára húsið en karlinn er búinn að lofa hrekkjavökupartýi
Pressan
Í gær

Þú mátt (og átt) að borða steinana úr vatnsmelónum

Þú mátt (og átt) að borða steinana úr vatnsmelónum
Pressan
Í gær

Unglingur sakfelldur fyrir morð: Fréttu af láti sonar síns í gegnum samfélagsmiðla

Unglingur sakfelldur fyrir morð: Fréttu af láti sonar síns í gegnum samfélagsmiðla
Pressan
Fyrir 2 dögum

Sagðist vera „uppblásinn“ – Læknar fundu ótrúlega hluti í maga hans

Sagðist vera „uppblásinn“ – Læknar fundu ótrúlega hluti í maga hans
Pressan
Fyrir 3 dögum

Birta myndband af hlaupadrottningu ganga í skrokk á kærasta sínum

Birta myndband af hlaupadrottningu ganga í skrokk á kærasta sínum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Heitasti ágústdagur sögunnar í Phoenix í gær

Heitasti ágústdagur sögunnar í Phoenix í gær
Pressan
Fyrir 3 dögum

Komst að því að eiginmaðurinn væri kvæntur annarri konu þegar hann lést – Hatrömm erfðadeila í uppsiglingu

Komst að því að eiginmaðurinn væri kvæntur annarri konu þegar hann lést – Hatrömm erfðadeila í uppsiglingu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Móðir grínaðist með að kyrkja börnin sín rétt eftir að hún hafði myrt þau

Móðir grínaðist með að kyrkja börnin sín rétt eftir að hún hafði myrt þau